Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Midgard Restaurant

Midgard Restaurant er staðsettur á Hvolsvelli. Við bjóðum upp á “Feel Good Food” sem bæði nærir og kætir. Við leggjum jafnframt áherslu á að nota hráefni úr heimabyggð og reynum að gera allt frá grunni. Við bjóðum upp á breitt úrval rétta fyrir kjöt-, fisk- og grænmetisætur og auðvitað líka grænkera. 

Bar og Happy Hour
Á barnum bjóðum við upp á gott úrval íslenskra bjóra, bæði á krana og í flösku ásamt kokteilum og sterkjum drykkum. Happy hour er í boði alla daga frá 17-19. 

Viðburðir og námskeið
Við erum með frábæra aðstöðu fyrir viðburði. Endilega skoðið Facebook síðuna okkar til að sjá hvað er í gangi hjá okkur hverju sinni. 

Mugison, Ásgeir Trausti, Jónas Sig., Hjálmar, Valdimar og fullt af fleirum frábærum tónlistarmönnum hafa spila hjá okkur.  Einnig höfum við haldið Þakkagjörðarhátíð, Sænskt jólahlaðborð, Spænskt smakkkvöld og fleiri matarviðburði þar sem að kokkarnir elda mat frá sínum löndum. 

Við höfum einnig verið með allskonar skemmtileg útivistarnámskeið, Wim Hof námskeið, RIE uppeldisnámskeið, kryddjurtanámskeið, hlaupafyrirlestur með Sigurjóni Erni og fleiri fyrirlestrar sem að hafa verið vel sóttir.

Midgard Base Camp
Midgard Restaurant er hluti af Midgard Base Camp sem er í senn hótel og hostel. Í boði eru bæði kojuherbergi og prívat-herbergi  (tveggja manna herbergi eða fjölskylduherbergi). Baðherbergin eru annað hvort sameiginleg eða sér. Kojurnar eru sérstaklega glæsilegar og þægilegar. Þær eru búnar gæðadýnum, gardínum til að fá meira næði, lesljósi og innstungum. Þær eru jafnframt heimasmíðaðar og boltaðar í gegnum veginn. 

Fyrirmyndaraðstaða fyrir gesti
Allir gestir fá aðgang að heitum potti og sauna þar sem hægt er að njóta útsýnis yfir Eyjafjallajökul og á góðum degi má sjá alla leiðina til Vestmannaeyja. Eftir ævintýri dagsins geta gestir slappað af í notalegum sófum og rólum í stóru sameiginlegu rými. Önnur aðstaða fyrir gesti sem vert er að nefna: gestaeldhús, þvottavél, þurrkuskápur, útiverönd þar sem gott er að slaka á yfir sumartímann, há-hraða internettenging í allri byggingunni og nóg af bílastæðum.

Midgard Adventure (ferðaskrifstofa)
Ferðaskrifstofan Midgard Adventure er einnig til húsa í Midgard. Við sérhæfum okkur í ævintýraferðum um Suðurlandið, bæði dagsferðum og lengri ferðum. 

Áhugaverðir tenglar

Heimasíða Midgard Restaurant

Matseðlar Midgard Restaurant

Staðsetning Midgard Restaurant á Google Maps

Heimasíða Midgard Base Camp

Heimasíða Midgard Adventure

Kynningamyndbönd Midgard

Midgard Base Camp á Facebook

Midgard Adventure á Facebook

@Midgard.Base.Camp á Instagram

@MidgardAdventure á Instagram

Midgard Restaurant

Midgard Restaurant

Midgard Restaurant er staðsettur á Hvolsvelli. Við bjóðum upp á “Feel Good Food” sem bæði nærir og kætir. Við leggjum jafnframt áherslu á að nota hráe
Midgard Base Camp

Midgard Base Camp

Midgard er staðsett á Hvolsvelli og er miðstöð ævintýraferðamennsku á Suðurlandi. Midgard Base Camp er í senn hótel og hostel. Allir gestir fá aðgang
Katla Jarðvangur / Katla Geopark

Katla Jarðvangur / Katla Geopark

Katla Jarðvangur Í Kötlu jarðvangi eru margar merkilegar jarðminjar, sumar á heimsvísu.  Yfir 150 eldgos hafa verið skráð þar frá landnámi. Eldvirknin
Midgard Adventure

Midgard Adventure

Midgard Adventure Midgard Adventure er ferðaþjónustufyrirtæki á Hvolsvelli sem var stofnað árið 2010. Við sérhæfum okkur í ævintýraferðum um Suðurland
Southcoast Adventure

Southcoast Adventure

Southcoast Adventure er staðsett á Hvolsvelli og bjóða upp á ferðir um Suðurströndina og hálendið sem og aðrar sérferðir. Leiðsögumenn eru flestir bú
HVOLSVÖLLUR / Rangárþingi eystra

HVOLSVÖLLUR / Rangárþingi eystra

Í Rangárþingi eystra búa um 2100 manns og nær sveitarfélagið frá Eystri-Rangá í vestri til Jökulsár á Sólheimasandi í austri. Sveitarfélagið er mikið
Björk

Björk

Söluskáli, veitingar og verslun. Finnur þetta allt í Björkinni Hvolsvelli.
Sundlaugin Hvolsvelli

Sundlaugin Hvolsvelli

Sjá opnunartíma á vefsíðu.
LAVA centre

LAVA centre

LAVA – Eldfjalla og jarðskjálftamiðstöð Íslands er allsherjar afþreyingar- og upplifunarmiðstöð sem helguð er þeim gríðarlegu náttúruöflum sem hófu að
Efra-Hvolshellar

Efra-Hvolshellar

Í landi Efra-Hvols eru þrír manngerðir hellar sem kallast einu nafni Efra-Hvolshellar. Hellarnir eru grafnir í fremur gróft þursaberg sem líklega er j

Aðrir (15)

BORG apartments Nýbýlavegur 44 860 Hvolsvöllur 664-5091
Eldstó Art Café Restaurant Austurvegur 2 860 Hvolsvöllur 482-1011
FG Private Tours Dufþaksbraut 7a 860 Hvolsvöllur 774-2339
Gallerý Pizza Hvolsvegur 29 860 Hvolsvöllur 487-8440
Hótel Hvolsvöllur Hlíðarvegur 7 860 Hvolsvöllur 4878050
Iceland Rewild Nýbýlavegur 48A 860 Hvolsvöllur 832-9150
N1 - Þjónustustöð Hvolsvöllur Austurvegur 3 860 Hvolsvöllur 440-1485
Spói Gisting Hlíðarvegur 15 860 Hvolsvöllur 821-2744
Sveitabúðin UNA Austurvegur 4 860 Hvolsvöllur 544-5455
Tjaldsvæðið Hvolsvelli Austurvegur 4 860 Hvolsvöllur 866-8945
Valhalla Restaurant Hlíðarvegur 14 860 Hvolsvöllur 6989007
Á flakk og flæking Hvolsvegur 30 860 Hvolsvöllur 666-2211
Öldubakki Öldubakki 31 860 Hvolsvöllur 544-8990
Borg apartments Nýbýlavegur 44 861 Hvolsvöllur 664-5091
Vestri-Garðsauki Vestri Garðsauki 861 Hvolsvöllur 867-3440