Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Arctic Rafting

- Flúðasiglingar

Við hjá Arctic Rafting höfum siglt með fjölda fólks niður Hvítá með höfuðstöðvar okkar að Drumboddsstöðum / Drumbó frá árinu 1985. Flúðasiglingarnar í Hvítá hafa verið vinsæl afþreying meðal landsmanna, en áin er í senn ævintýraleg og vinaleg. Hún lofar alltaf góðu fjöri en fátt er skemmtilegra eða meira hressandi en að sigla niður flúðirnar yfir sumartímann í góðum hópi og fíling!

Ferðin hefst frá Drumboddsstöðum, þar sem allir þátttakendur fá búnað sem gerir þeim kleift að takast á við ána. Þaðan keyrum við stutta vegalengd alveg að árbakka Hvítár þar sem fjörið hefst. Fyrsta flúðin er rétt handan við hornið og í kjölfarið koma flúðirnar í bunu. Ferðin spannar sjö kílómetra í gegnum skemmtilegar öldur sem leiða okkur niður falleg gljúfur. Við fyllumst undrunar er við fljótum í gegnum hina margrómuðu og fallegu Brúarhlöð. Á þeim stað, ef aðstæður leyfa, höfum við boðið þeim sem vilja að stökkva fram af klettinum í ískalda jökulsánna. Eftir hasarinn er tilvalið að ylja sér í saununni og heitu pottunum og jafnvel njóta í leiðinni veiganna sem í boði eru á veitingastaðnum okkar og bar.

Siglingin hentar flestum aldurshópum og ekki er gerð krafa um fyrri siglingareynslu. Ferðin er fyrir alla sem vilja upplifa ævintýri, sem lætur okkur oftar en ekki brosa út að eyrum! 

Ekki er eftir neinu að bíða, grípið í árina og skellum okkur útí jökulvatnsskvetturnar. Allir í bátana! 

Arctic Rafting

Arctic Rafting

Við hjá Arctic Rafting höfum siglt með fjölda fólks niður Hvítá með höfuðstöðvar okkar að Drumboddsstöðum / Drumbó frá árinu 1985. Flúðasiglingarnar í
Torfhús Retreat

Torfhús Retreat

Hugmyndin að Torfhús Retreat var að skapa einstakt umhverfi fyrir gesti hvaðanæva úr heiminum til þess að njóta þess besta sem íslenska sveitasælan he

Aðrir (2)

Kristján Einir Traustason Einiholt 2 801 Selfoss 898-7972
Tjaldsvæðið við Faxa Biskupstungur 806 Selfoss 774-7440