Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Friðheimar

- Fjölskyldu- og skemmtigarðar

Matarupplifun

Í Friðheimum bjóðum við upp á einstaka matarupplifun, þar sem borin er fram tómatsúpa og nýbakað brauð ásamt öðru góðgæti í notalegu umhverfi innan um tómatplönturnar. Gestirnir upplifa miðjarðarhafsloftslagið sem er ríkjandi í gróðurhúsinu allt árið um kring og finna ilminn af tómatplöntunum á meðan þeir njóta umhverfisins og heimalagaðra veitinganna. Einnig er vinsælt að koma og skála í tómatsnafs í góðra vina hópi! 

Hægt er að taka gómsætar minningar með sér heim úr Litlu Tómatbúðinni okkar þar sem eru til sölu matarminjagripir á borð við tómatsultu, gúrkusalsa og tómathressi en þetta er allt framleitt á staðnum. 

Við mælum með að bóka alla þjónustu fyrirfram á www.dineout.is/fridheimar 

Gróðurhúsaheimsókn og Hestasýning eða Heimsókn í hesthúsið
Einnig bjóðum við uppá Gróðurhúsaheimsókn þar sem farið er yfir hvernig hægt er að rækta grænmeti á Íslandi allt árið um kring með aðstoð náttúrunnar! 

Hestasýning og Heimsókn í hesthúsið er í boði þar sem farið er yfir sögu- og gangtegundir íslenska hestsins í notalegu umhverfi. Eftir sýninguna er gestum boðið í hesthúsið þar sem tækifæri gefst til að klappa hestunum og spjalla við knapana. 

Afþreyingin hentar öllum aldurshópum og er tilvalin fyrir þá sem hafa áhuga á að skyggnast inn í hið hefðbundna sveitalíf íslenskrar fjölskyldu. 

Við mælum með að bóka alla þjónustu fyrirfram á www.dineout.is/fridheimar 

Friðheimar

Friðheimar

Matarupplifun Í Friðheimum bjóðum við upp á einstaka matarupplifun, þar sem borin er fram tómatsúpa og nýbakað brauð ásamt öðru góðgæti í notalegu umh
REYKHOLT / Bláskógabyggð

REYKHOLT / Bláskógabyggð

Reykholt í Bláskógabyggð er ört vaxandi þorp sem byggðist upphaflega í kringum jarðhita á fyrri hluta 20 aldar.  Uppi á holtinu fyrir ofan þorpið sést
Blue Hotel Fagrilundur

Blue Hotel Fagrilundur

Blue Hótel Fagrilundur er nýtt 40 herbergja Hótel í Reykholti Biskupstungum.  Öll herbergi eru með baðherbergi, ísskáp með frysti, hitakatli, te og ka
Íþróttamiðstöðin í Reykholti

Íþróttamiðstöðin í Reykholti

Íþróttamiðstöðin í Reykholti samanstendur af sundlaug með rennibraut, tveim heitum pottum og köldu keri, íþróttahúsi og líkamsræktarstöð. Opnunartímar
Understand Iceland

Understand Iceland

Understand Iceland is a family owned and fully licenced travel agency. We specialize in educational tours to Iceland for people of all ages. We lead y
Blue View Cabins

Blue View Cabins

Við erum með tólf 25-62 fm sumarhús á Torfastaðaheiði í Biskupstungum, aðeins um 3-4 km frá Reykholti þar sem eru veitingastaðirnir Friðheimar og Mika

Aðrir (3)

5 milljón stjörnu hótelið Hrosshagi 806 Selfoss 773-4444
Mika Restaurant Skólabraut 4 806 Selfoss 486-1110
The White House Bjarkarbraut 19 806 Selfoss 660-7866