Sviðið er glæsilegur viðburðarsalur staðsettur á besta stað við Brúartorg í nýja miðbænum á Selfossi. Salurinn er sérhannaður fyrir tónleikahald og hentar einnig mjög vel fyrir veislur og viðburði, fundi og mannfagnaði. Salurinn tekur um 100 manns í sitjandi borðhald og allt að 230 manns í standandi veislur og viðburði. Einnig er hægt að vera með 4-6 manna borð fyrir 140 manns sem hentar vel fyrir smáréttaveislur.