Katlatrack var stofnað vorið 2009 með það að markmiði að bjóða upp á afþreyingu fyrir erlenda ferðamenn um suðurland og með áherslu syðsta hluta landsins í kringum Vík. Stofnandi Katlatrack er fæddur og uppalinn í Mýrdalnum. Hann þekkir svæðið vel og sögu þess. Hann er vanur fjallamennsku hverskonar þó með áherslu á fjall og jöklagöngu og akstri fjallajeppa. Eldfjallið Katla spilar stóran þátt í ferðum Katlatrack en Katla er hættulegasta eldfjall sem við íslendingar eigum. Aðalmarkmið Katlatrack eru ánægðir viðskiptavinir og því náum við með því að hámarka upplifun hvers og eins.