Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Blómabærinn

Hveragerði og næsta nágrenni er fallegur staður með stórkostlegu landslagi. Hveragerði dreifist yfir 5.000 ára gamalt hraun og er bærinn staðsettur á virku eldfjallasvæði. Jarðskjálftar eru tíðir þökk sé jarðfleka hreyfingum á svæðinu. Þann 29. maí 2008, varð jarðskjálfti að stærð 6,3 á Richterskvarðanum í bænum og nýtt jarðhitasvæði varð til í fjallshlíðinni.

Bærinn er frægur fyrir hveri, í og við bæinn. Allt árið má sjá gufustólpa frá þeim fjölmörgu hverum sem rísa upp úr jörðu. Á sumrin er bærinn sannarlega grænt samfélag og gnægð af blómum og trjám.

Hveragerði býður upp á margvíslega afþreyingu fyrir alla aldurshópa, enda fjöldinn allur af fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnununum sem tengjast þjónustu á einn eða annan hátt. Staðsetning bæjarins innan um ósnortna náttúru steinsnar frá höfuðborginni er vel til þess fallin að sækja staðinn heim og stunda útivist og heilsueflingu, verslun að einhverju tagi eða bara taka því rólega í fallegu og afslöppuðu umhverfi. Á sumrin er óvíða í bæjum landsins jafn fjölskrúðugur gróður og í Hveragerði, á veturna skarta garðyrkjustöðvarnar sínu fegursta, með geislandi fölgulri birtu sem ber við himinn.

Fjölmörg söguskilti hafa verið sett upp víðs vegar um Hveragerði og gera þau grein fyrir sögu og menningu byggðarlagsins. Gestir okkar eru hvattir til að ganga á milli söguskilta og fá þannig glögga mynd af sérstakri sögu Hveragerðis.

Gisting: 
á hótelum og gistihúsum bæjarins og tjaldsvæðið. 

Afþreying: 
Ýmiskonar afþreying í nágrenni bæjarins, ” klukkutíma fjarlægð” sem þessir hópar geta nýtt sér ef gist er í Hveragerði. 

  • Sundlaugin Laugarskarði og á Hótelinu ef gist er þar. 
  • Hjólaferðir um bæinn og um Reykjardalinn, leiðsögn um bæinn og ratleikir  með afþreyingarfyrirtæki bæjarins. 
  • Stuttar og langar gönguferðir í og um Hveragerði m.a. uppá Hamarinn, Hengilsvæðið, uppí Kamba svo fátt eitt sé nefnt. Einnig eru einstakar gönguleiðir í og við bæinn, falleg gönguferð í fjallshliðinni að nýja hverasvæðinu. Lengri gönguferð að heitu ánni í Reykjadal er einnig möguleg allt árið um kring.
  • Hveragarðurinn, leiðsögn og öll afþreying sem þar er boðið uppá. 
  • Blakvöllur við sundlaugina og hægt að leigja aðstöðu í íþróttahúsi bæjarins.  
  • Jóga og zumba í boði ásamt fyrirlestrum um næringu og annað tengt heilsu og vellíðan. 
  • Gólfvöllurinn í Gufudal. 
  • Tónleikar í Skyrgerðinni og árleg bjórhátíð sem haldin er í október. 
  • 9 holu golfvöllur
  • Ærslabelgur
  • Fótboltavöllur

Matur: 
Fjölbreytt matarmenning hefur sprottið upp í Hveragerði þar sem gufan leikur oft lykilhlutverk í matargerðinni.

  • Almar Bakari
  • Matkráin
  • Hver veitingastaður
  • Skyrgerðin
  • Varmá
  • Ölverk Pizza og brugghús
  • Gróðurhúsið mathöll

Menning og List

Í Listasafni Árnesinga eru margar áhugaverðar og hvetjandi vinnustofur og sýningar eru haldnar allt árið. Einnig er til staðar handverkverslun í verslunarmiðstöðinni þar sem listamenn á staðnum selja verk sín.

  • Listasafn Árnesinga
  • Hveragarðurinn
  • Listigarðurinn
  • Smágarðarnir

Sund og baðsvæði

  • Sundlaugin Laugaskarði – Frábær útisundlaug á skjólgóðum stað.
  • Reykjadalsá – Einnar klukkustundarganga uppí heitu ánna í Reykjadal á Hengilssvæðinu.

 Hveragerði

HVERAGERÐISBÆR
Hveragerði býður upp á margvíslega afþreyingu fyrir alla aldurshópa, enda fjöldinn allur af fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnununum sem tengjast þjónustu á einn eða annan hátt. Staðsetning bæjarins innan um ósnortna náttúru steinsnar frá höfuðborginni er vel til þess fallin að sækja staðinn heim og stunda útivist og heilsueflingu, verslun að einhverju tagi eða bara taka því rólega í fallegu og afslöppuðu umhverfi. Á sumrin er óvíða í bæjum landsins jafn fjölskrúðugur gróður og í Hveragerði, á veturna skarta garðyrkjustöðvarnar sínu fegursta, með geislandi fölgulri birtu sem ber við himinn.
Upplýsingamiðstöð Suðurlands (Landshlutamiðstöð)
Upplýsingamiðstöð Suðurlands er staðsett í Hveragerði eða 38 km frá Reykjavík. Þar getur þú nálgast upplýsingar fyrir ferðalag þitt á Suðurlandi.Bæklingar, ferðakort og internet. Þar er einnig  hægt að upplifa jarðskjálfta sem er 6.6 á ricter og sjá sprungu sem er í gólfinu og upplýst sem talin er vera 4000 – 5000 ára gömul. Opnunartímar 1.júní – 31.ágúst   Mánudag – fimmtudaga 8:30-16:30 Föstudaga 8:30-16:00 Laugardag 9:00-13:00  Umhverfisstefna Hveragerðisbæjar  www.facebook.com/upplysingamidstod.Sudurlands

Aðrir (1)

Sundlaugin Hveragerði Laugaskarði 810 Hveragerði 483-4113