Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Mýrdalshreppur er sannkallaður leikvöllur útivistarfólksins. Vinsælt er að ganga á Reynisfjall, Höttu, Hjörleifshöfða og í Þakgili. Hjólaleið um Reynisfjall er flestu hraustu fólki fær en einnig má finna úrval tæknilegri fjallahjólaleiða á svæðinu. Golfvöllurinn er í göngufæri frá bæði hótelum og tjaldsvæði og er náttúran þar engu lík. Einnig er úrval af æsispennandi afþreyingarmöguleikum í boði, svo sem jöklaferðir, zip-line, svifængjaflug og hestaferðir í Víkurfjöru.

Gisting:

  • Tjaldsvæði í Vík
  • Tjaldsvæði í Þakgili
  • Fjölbreytt gistiheimili
  • Sveitagisting
  • Hótel

Afþreying:

  • Hestaferðir í fjörunni
  • Zipline
  • Jöklaferðir
  • Jeppaferðir
  • Gönguferðir og leiðir
  • Hjólaferðir og leiðir
  • Svifvængjaflug
  • Sundlaug
  • Golfvöllur

Áhugaverðir staðir:

  • Sólheimajökull
  • Flugvélarflakið á Sólheimasandi
  • Dyrhólaey
  • Reynisfjara
  • Víkurfjara
  • Víkurþorp
  • Hjörleifshöfði
  • Þakgil
  • Ýmsar gönguleiðir

Matur:

  • Svarta fjaran veitingahús við Reynisfjöru
  • Suður-Vík veitingahús
  • Halldórskaffi
  • Smiðjan brugghús
  • Súpufélagið
  • Víkurskáli
  • Ströndin bar & bistro
  • Ice-cave veitingahús
  • Lava-café kaffihús

Útivistarparadísin Mýrdalshreppur er spennandi kostur hvort sem þú vilt fjör og spennu eða kyrrð í fjallanna faðmi. Kynntu þér Mýrdalshrepp enn betur og skoðaðu hvaða ævintýri svæðið hefur upp á að bjóða:

 Vík í Mýrdal