Sama hvort þú kjósir að heimsækja heimilislega líkamsrækt eða hendast upp á næsta fjallstind, þá er ríki Vatnajökuls sannkallaður ævintýraheimur fyrir heilsueflingu og vellíðan.
Gisting: Svæðið býður upp á fjölbreytta flóru hótela og gististaða við rætur Vatnajökuls þar sem kjörið er að láta þreytuna líða úr sér eftir ævintýralegan dag í jökladýrðinni. Einnig eru góð tjaldsvæði með smáhýsum í boði fyrir þá sem það kjósa.
Afþreying: Hvort sem þú tekur með nesti í bílinn og skottast í gönguferð um náttúruperlur svæðisins eða ferð í flotta fjallaferð með þaulreyndum og staðkunnugum heimamönnum, þá er allt í boði hér við rætur Vatnajökuls.
- Hvernig hljómar fallegur dagur á fjöllum sem endar með mjúkri jógastund og kvöldmáltíð í uppgerðri sveitahlöðu?
- Eða ertu meira fyrir klettaklifur, kayak og náttúrulaugar?
- Ekki má gleyma merktu gönguleiðunum við jökulbrúnina…sem eru að sjálfsögðu líka kjörnar fyrir vaska utanvegahlaupara!
- Ríki Vatnajökuls er sannkallað ævintýraland þegar kemur að hreyfingu og vellíðan.
Matur: Hágæðaveitingastaðir sem notast við ferskasta hráefnið með sjávarfang í forgrunni
Áhugaverðir staðir: Skaftafell, Ingólfshöfði, Jökulsárlón, Fjallsárlón, Náttúrupottar í Hoffelli, Höfn, Stafafell
Endilega kynntu þér Hornafjörðinn enn betur og skoðaðu hvaða ævintýri svæðið hefur upp á að bjóða: