Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

GlacierWorld

- Náttúrulegir baðstaðir

Við hjá Glacier World bjóðum uppá gistingu og heitar laugar í einstöku umhverfi.

Heitu náttúrulaugarnar okkar eru umkringdar fjöllum og jökli. Það er fullkomið að liggja og njóta náttúru Íslands með útsýni yfir Hoffellsjökul, skriðjökul frá Vatnajökli, og safna orku eftir langt ferðalag.

Glacier World er staðsett í Hoffelli og þar bjóðum við uppá gistingu í endurgerðum húsum með útsýni fyrir Hoffellsjökul. Við bjóðum upp á tvenns konar herbergi, með sér baði og með sameiginlegu. Boðið er upp á 21 herbergi í heildina og eru 8 af þeim með sameiginlegu baði. Herbergin með sér baði eru svo í húsum sem eru gerð upp. Annað húsið er gömul hlaða sem gerð var upp 2014. Þar er að finna 8 herbergi, morgun- og kvöldverðarsal og sýningarsal. Hitt húsið er gamla fjósið í Hoffelli en það var klárað 2015.

Í fjárhúsunum sem eru innangengd úr hlöðunni er morgunverðarsalur með dásamlegu útsýni.

Innifalið í gistingunni er aðgangur að heitu laugunum.

Einnig eru gönguleiðir sem eru stikaðar í umhverfi Hoffellsjökuls fyrir þá sem vilja.

Endilega hafið samband til þess að fá nánari upplýsingar.

GlacierWorld

GlacierWorld

Við hjá Glacier World bjóðum uppá gistingu og heitar laugar í einstöku umhverfi. Heitu náttúrulaugarnar okkar eru umkringdar fjöllum og jökli. Það er
Hoffell

Hoffell

Hoffell, landnámsjörð innst í Nesjum og innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Landslag umhverfis Hoffell er fjölbreytilegt og fagurt, skriðjöklar, fjallstindar,

Aðrir (1)

Setberg gistiheimili Setberg 1 781 Höfn í Hornafirði 859-8109