Söfn
Á Íslandi eru allskonar söfn. Flest þeirra eru nokkuð hefðbundin og má þar nefna bóka- lista- og minjasöfn, önnur eru óhefðbundnari og eru tileinkuð draugum og ýmsu öðru forvitnilegu.
View
Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu
Það er ekki hægt að segja annað en að á Suðurlandi ríki gróskumikið menningarlíf. Ýmis konar listsýningar eru settar upp árið um kring og þá er gríðarlega mikið um tónleika af öllum stærðum og gerðum sem óma um allar sveitir. Áhugaleikfélög eru í flestum þéttbýliskjörnum sem eru iðin við að setja upp sýningar. Kórastarf er afar vinsælt á Íslandi og ótrúlega hátt hlutfall landsmanna annaðhvort í kór eða hefur að minnsta kosti verið það. Þá eru einnig starfrækt þjóðdansafélög, spilaklúbbar, hópar fólks sem kemur saman og kveður rímur og ljóð að ógleymdu starfi bókasafnanna, sem eru iðin við að sinna hverskonar menningarstarfi.