Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Byggðasafnið í Skógum

    - Söfn

    Skógasafn er eitt elsta byggðasafn landsins en safnið var fyrst opnað almenningi árið 1949. Safnkosturinn samanstendur núna af meira en 18 þúsund munum að mestu frá Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. Safnið er sérstaklega þekkt fyrir Þórð Tómasson, sem var safnvörður til fjölda ára og bar ábyrgð á mestri söfnuninni. Skógasafn fagnaði 70 ára afmæli árið 2019 og í tilefni þess var sett upp ný sýning um sögu safnsins.

    Skógasafn skiptist í raun í þrjú söfn: byggðasafn, húsasafn og samgöngusafn. Byggðasafnið er elsti hlutinn og sýningarhúsnæðið er á þremur hæðum. Þar má finna sjósóknardeild, landbúnaðardeild, náttúrugripadeild, vefnað, forn handrit og bækur, þar á meðal eintak af Guðbrandsbiblíu frá 1584, ásamt munum frá Víkingaöld.

    Í húsasafninu má þar finna góða fulltrúa fyrir húsagerð fyrr á öldum. Á neðri hluta sýningarsvæðisins setur torfbærinn mikinn svip á sýningarsvæðið. Þar eru saman komin fjós, skemma, baðstofa, hlóðaeldhús, búr og stofa.
    Á efri hluta sýningarsvæðisins er að finna skólabyggingu sem er dæmigerð fyrir sveitaskóla í upphafi 20. aldar. Einnig er þar kirkja og fjósbaðstofa ásamt skemmu. Efst er elsta íbúðarhús úr timbri á safnsvæðinu, byggt í Holti á Síðu 1878.

    Í Samgöngusafninu er rakin saga samgangna og tækniþróunar á Íslandi á 19. og 20. öld. Þar má meðal annars kynnast þróun samgangna frá hestum til bíla, sögu símans á Íslandi, upphaf rafmagnsnotkunar ásamt póstsamgöngum fyrr á tímum. Þar er einnig til sýnis bílar frá upphafi bílaaldar, vegminjar frá Vegagerðinni, fjarskiptasafn Sigurðar Harðarsonar og sýning Landsbjargar um björgunarsveitirnar í landinu ásamt mörgu öðru. 

    Samstarfsaðilar eru: Vegagerð ríkisins, Íslandspóstur, Síminn, Míla, Rarik, Landsbjörg og Þjóðminjasafnið. Í Samgöngusafninu er einnig að finna minjagripaverslun og kaffiteríu.

    Þið finnið okkur á Facebook hér.
    Þið finnið okkur á Instagram hér

    Byggðasafnið í Skógum

    Byggðasafnið í Skógum

    Skógasafn er eitt elsta byggðasafn landsins en safnið var fyrst opnað almenningi árið 1949. Safnkosturinn samanstendur núna af meira en 18 þúsund munu
    Skógakirkja

    Skógakirkja

    Skógar eru með elstu kirkjustöðum á landinu. Þar hefur kirkja staðið frá því um 1100 en hennar er fyrst getið í Kirknaskrá Páls Jónssonar biskups frá
    SKÓGAR

    SKÓGAR

    Skógar er lítið þorp með um 25 íbúa en þrátt fyrir smæð sína er hægt að finna margvíslega gisti- og afþreyingarmöguleika og nokkur veitingahús eru á s
    Kvernufoss

    Kvernufoss

    Kvernufoss er í gili rétt austan við Skógafoss. Fossinn sést vel frá þjóðveginum, en betra er að ganga að honum frá Skógum. Göngustígur er að fossinum
    Fimmvörðuháls

    Fimmvörðuháls

    Fimmvörðuháls nefnist svæðið milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls. Leiðin yfir hálsinn frá Skógum yfir í Þórsmörk er ein allra vinsælasta gönguleið
    Skógafoss

    Skógafoss

    Skógafoss (60m) er talinn meðal fegurstu fossa landsins. Í Skógaá, ofan Skógafoss, eru a.m.k. 20 aðrir fossar, margir fallegir, og það er auðgengt með

    Drangurinn í Drangshlíð

    Drangurinn er mjög sérstök náttúrusmíð úr móbergi, þar sem hann stendur einn sér fyrir neðan bæina í Drangshlíð undir Eyjafjöllum.  Þjóðsagan segir að
    Leaflet | © OpenStreetMap contributors

    Aðrir (4)

    Hestaleigan Ytri-Skógum Ytri-Skógar 3 861 Hvolsvöllur 487-8832
    Hótel Drangshlíð Drangshlíð 1, Austur-Eyjafjöllum, Rang. 861 Hvolsvöllur 765 5544
    Hótel Skógá Skógafossvegur 4 861 Hvolsvöllur 487-4880
    Tjaldsvæðið við Skógafoss Skógum 861 Hvolsvöllur 863-8064