Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Þórbergssetur

- Söfn

Í Þórbergssetri er veitingasala,gestamóttaka, salerni og sýningarsalir.   Sýning Þórbergsseturs er fjölbreytt upplifunarsýning er tengist ævi og verkum skáldsins, en einnig sögu íslensku þjóðarinnar. Sjá má breytingar og þjóðlifsmyndir frá frumstæðu bændaþjóðfélagi yfir í bæjarlíf og búsetu í ört vaxandi höfuðborg. Textar úr verkum Þórbergs varða leiðina á fallega hönnuðum ljósaskiltum, en einnig er hægt að fá hljóðleiðsögn með viðbótarefni. Þannig er sýningin sambland af fræðsluefni, safni og sagnaskemmtan og gengið er inn í leikmyndir þar sem reynt er að ná andblæ liðinna ára og njóta um leið stórbrotinna lýsinga meistarans sem leiðsögn um staðinn. Vakin er athygli á að sýningin höfðar einnig mjög vel til barna og unglinga.

Hópar eða fjölskyldur geta bókað leiðsögn um Þórbergssetur þar sem heimamenn fræða gesti um lífið í Suðursveit  og hverning sögusvið bóka Þórbergs opnar sýn inn í horfna veröld liðins tíma.

Arkitekt að húsinu er Sveinn Ívarsson og hönnuður sýningar Jón Þórisson.

Opið er allt árið,  en í sumar verður opnunartími á sýninguna frá klukkan 10 á morgnana til  klukkan 6 á kvöldin.

Veitingahús Þórbergsseturs er opið fyrir almenning frá klukkan 10 - 8 í sumar.

Í boði eru ýmsir þjóðlegir réttir úr heimabyggð, kjötsúpa, heimabakað brauð, samlokur, bleikjuréttir og Halalamb.

Kvöldmatur er framreiddur frá klukkan 6 til 8 á kvöldin 

Þórbergssetur

Þórbergssetur

Í Þórbergssetri er veitingasala,gestamóttaka, salerni og sýningarsalir.   Sýning Þórbergsseturs er fjölbreytt upplifunarsýning er tengist ævi og verku
Glacier Adventure

Glacier Adventure

GLACIER ADVENTUREGlacier Adventure er fjölskyldufyrirtæki sem er staðsett á Hala í Suðursveit, aðeins 12 km frá Jökulsárlóni. Glacier Adventure sérh
Hali

Hali

Hali í Suðursveit er þekktur sögustaður, en þar fæddist Þórbergur Þórðarson rithöfundur (1888 - 1974). Hali er aðeins um 13 km austan Jökulsárlón á Br
Gerði Gistiheimili

Gerði Gistiheimili

- Gerum tilboð- Náttúruperlur- Um 15 mínútna akstur á Jökulsárlón- Sögustaðir - Persónuleg þjónusta - Jöklaferðir - Hentar einstaklingum og hópum  Gis

Aðrir (4)

Blue Iceland Suðursveit ehf. Reynivellir 781 Höfn í Hornafirði 694-1200
Niflheimar ehf. Breiðabólsstaður 781 Höfn í Hornafirði 863-4733
Reynivellir II Reynivellir 2 781 Höfn í Hornafirði 478-1905
Skyrhúsið HI Hostel Hali 781 Höfn í Hornafirði 478-8989