Hespuhúsið er opin jurtalitunarvinnustofa þar sem gestir geta kíkt í litunarpottana og fræðst um þetta gamla handbragð. Hægt er að slaka á í setustofunni og skoðað gamla muni tengda handverki eða gömlum tímum en þar er vísir að litlu safni. Á vinnustofunni er jurtalitað band til sölu og pakkningar með uppskriftum að ákveðnum verkefnum með bandi.
Opnunartímar eru auglýstir á heimasíðunni en enginn tími er heilagur og geta gestir kíkt við hvenær sem er ef þeir láta vita á undan sér með tölvupósti eða í síma.