Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ferðahugmyndir

Vitaleiðin býður upp á þá skemmtilegu fjölbreytni að ferðalangar geta ekið hana, gengið meðfram strandlengjunni, hlaupið eða jafnvel hjólað. Á Vitaleiðinni heimsækir þú þrjú þorp við sjávarsíðuna, Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri, sem hvert hefur sína sérstöðu og sögu. Vitaleiðin býður upp á fjölbreytta ferðamöguleika sem hægt er að njóta á einum eða fleiri dögum. 

Vitaleiðin bíður upp á fjölbreytta möguleika, hvort sem er sem fjölskylduferð, sæluferð eða ævintýraferð!

Hér að neðan má sjá upplýsingar um þau fyrirtæki sem eru á leiðinni. Kynntu þér hvað er í boði og hafðu samband við fyrirtækin til að setja saman pakka fyrir þig og þinn hóp.

Nordic Green Travel ehf.
Nordic Green Travel er íslensk ferðaskrifstofa sem hjálpar þér að ferðast á ábyrgari og sjálfbærari máta. Við sérhæfum okkur í að skapa einstakar ferðaupplifanir á Íslandi fyrir okkar gesti. Okkar markmið er að draga úr þeim neikvæðu áhrifum sem ferðamennska getur haft og vera leiðandi afl í því að færa ferðaþjónustuna til sjálfbærari framtíðar. Allar ferðir seldar hjá okkur verða kolefnisjafnaðar í gegnum skógræktarsjóðinn okkar (www.plantatreeiniceland.is). F yrir frekari upplýsingar um okkur og til að skoða ferðir okkar um Ísland, vinsamlegast heimsækið bókunarsíðuna okkar www.nordicgreentravel.is.
Kayakferðir Stokkseyri
Kayakferðir á Stokkseyri hefur verið starfandi síðan árið 1995 og tókum við Gunnar Valberg og Magnús Ragnar við rekstrinum haustið 2013. Miklar umbætur hafa orðið síðan þá og þar á meðal höfum við endurnýjað alla báta og mest allan búnað.Ferðirnar sem við bjóðum upp á eru fjölbreyttar, allt frá rólegheitar fjölskylduferðum án leiðsögumanns, upp í tveggja og hálfstíma ferðir á vatni og sjó með leiðsögumanni. Einnig bjóðum við upp á gæsa og steggjaferðir, tókum á móti litlum og stórum skóla- og vinnustaðarhópum. Nýjustu ferðirnar okkar eru norðurljósaferðin og ferð yfir á Eyrarbakka. Allir ættu að geta fundið sér einhverja ferð við sitt hæfi. Kayakferðir hafa fengið skemmtileg verkefni t.d að skipuleggja heilan dag fyrir 250 manna skólahóp þar sem við komum einungis 50 manns í bát í einni ferð. Í dagskránni þennan dag var meðal annars Bubblebolti sem eru í okkar eign, hópefli sem er stjórnað af fagmanni, auk safna hér á Stokkseyri. Kayakferðir hafa aðgang að sundlaug Stokkseyrar sem er eflaust ein sú vinalegasta sundlaug landsins en þar gætir þú átt von á heitu kaffi eða djúsi í pottinn. Aðgangur að henni fylgjr öllum kayakferðunum okkar á opnunartíma en einnig er hægt að fá aðgang að henni utan opnunartíma gegn vægu gjaldi. Einn besti veitingarstaður landssins www.fjorubordid.is er svo nokkrum metrum frá okkur, um að gera nýta sér það.!Nánari upplýsingar um þetta allt saman er að finna á heimasíðu okkar www.kajak.is eða hafa einfaldlega beint samband við okkur í síma 868-9046 eða 695-2058 Láttu okkur setja upp ógleymanlegan pakka fyrir þig. Komdu á Stokkseyri!
Hestamiðstöðin Sólvangur
Sólvangur er fjölskyldurekið hrossaræktarbú við Suðurströndina þar sem hægt er að kynnast íslenska hestinum, fara í reiðkennslu, heimsækja hesthúsið, njóta veitinga á kaffihúsinu sem staðsett er inni í hesthúsinu, kaupa gjafavöru tengda íslenska hestinum eða jafnvel gista í nokkra daga í sveitasælunni. Fjölskyldan hefur mikla reynslu og þekkingu á sviði hestamennsku og er öll þjónusta stýrð af faglærðum reiðkennurum. Hestarnir eru vel þjálfaðir í háum gæða staðli og eru nú um 60 hestar á búinu ásamt fleiri áhugaverðum dýrum. Sólvangur hentar vel fyrir eintaklinga á öllum aldri, litla hópa og fjölskyldur sem vilja annað hvort kynnast hestinum í fyrsta skipti eða dýpka þekkingu sína og/eða reynslu. 
Rauða Húsið
Veitingarstaðurinn er þekktur fyrir ljúffengan humar sem bráðnar undir tönn og getur Smjattrófan sannarlega staðfest það en skellti hún sér út úr borginni um daginn til að bragða á lostætinu sem hún hefur heyrt svo vel talað um. Í forrétt var humarsúpa en einnig er hægt að fá hana sem aðalrétt og var hún einstaklega ljúffeng. Matarmikil og bragðgóð en elskhuga Smjattrófunnar fannst súpan svo góð að var brauðið notað til hreinsa skálina algjörlega upp til agna. Smjattrófan fékk sér humar í aðalrétt og stóð rétturinn algjörlega fyrir sínu. Stór og mikill humar, vel útlátinn með salati og bræddu smjöri. Elskhuginn fékk sér Brim og Bola sem er íslenska heitið á „Surf and Turf“, nema Brim og Boli hljómar einhvernvegin miklu karlmannlegra sem að sjálfsögðu kitlaði rómantíkina hjá Smjattrófunni en samkvæmt elskhuganum smakkaðist rétturinn einstaklega vel og vildi hann að sjálfsögðu fá meira. Í eftirrétt fengu turtildúfurnar sér „Gamla góða þjórsárshraunið“ og er það réttur sem er sniðugt að deila ef báðir aðilar vilja fá smá sætt, en ekki of mikið en rétturinn samanstendur af ljúffengum ís, heitri súkkulaðiköku þar sem súkkulaðið hreinlega lekur niður og ferskum berjum en getur Smjattrófan sannarlega mælt með þessum rétti með kaffibollanum. Þjónustan á staðnum var einstaklega góð, nærvera þjónsins var afslappandi og bauð hann upp á drykki, spurði okkur hvernig okkur líkaði maturinn og var hann brosmildur – og meira segja sætur sem er aldrei verra. Ef þig langar út úr bænum á huggulegan veitingarstað, bragða á ljúffengum humar og fara í afslappað umhverfi þá er Rauða Húsið á Eyrarbakka algjörlega málið.
Fjöruborðið
Fjöruborðið á Stokkseyri er nautnahús í álögum. Menn þurfa að beita sig valdi til að eiga þaðan afturkvæmt. En það er allt í lagi, einungis góðir gjörningar eiga sér stað innan veggja, nokkuð sem kitlar bæði maga og sál.  
Sjóminjasafnið á Eyrarbakka
Austast á Kaupmannstúninu er Sjóminjasafnið á Eyrarbakka.  Það var stofnað af Sigurði Guðjónssyni skipsstjóra á Litlu-Háeyri einkum í því skyni að bjarga síðasta áraskipinu sem smíðað var á Eyrarbakka frá eyðileggingu. Áraskipið Farsæll er í dag aðalsafngripur Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka en einnig geta gestir fræðst um skipasmiðinn,  mismunandi veiðiaðferðir og margvíslegt annað sem tengdist sjávarútvegi við Suðurströndina fyrr á tímum. Opnunartími:1. maí - 30. september: opið alla daga 11:00-17:00Yfir veturinn er opið eftir samkomulagi. 
Bakkastofa
Við, Ásta Kristrún og Valgeir, höfum tekið á móti fjölda íslenskra gesta sem vilja létta lund í góðum félagsskap vina, vinnufélaga og fjölskyldna og njóta friðsældar við ströndina og í þorpi Eyrarbakka. Við tökum á móti góðum gestum, íslenskum og erlendum, jafnt í stórum sem smáum hópum - segjum sögur, höldum tónleika og sýnum þeim djásn Eyrarbakka. Stutt myndbands kynning um okkur :)
Húsið á Eyrarbakka - Byggðasafn Árnesinga
Byggðasafn Árnesinga er með sýningar sínar í Húsinu á Eyrarbakka, Eggjaskúrnum og Kirkjubæ. Fjölbreytt, fjölskylduvænt og fróðlegt safn um menningu og mannlíf í Árnessýslu með áherslu á líf og aðbúnað verslunarstéttarinnar á 18. og 19. öld.  Opnunartími:Opið alla daga í sumar kl. 10 til 17.
Bakki HI Hostel & Apartments / Farfuglaheimili
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Gistiheimilið Kvöldstjarnan
Gistiheimilið Kvöldstjarnan býður upp á heimilislega gistingu fyrir 6 manns á neðri hæðinni, með aðgangi að salerni með sturtu, fullbúnu eldhúsi, setustofu með snjallsjónvarpi og heitum potti. Íslensk samtímamyndlist prýðir veggi. Á efri hæðinni erum við með íbúð fyrir 5-6 manns, með fullbúnu eldhúsi, setustofu með snjallsjónvarpi og aðgangi að heitum potti. Íslensk samtímamyndlist prýðir marga veggi. Frábært fjallaútsýni. Á Stokkseyri er meðal annars drauga- og álfasafn, sundlaug, veiðisafn og hinn rómaði veitingastaður Fjöruborðið. Þar er einnig hægt að fara í kajakferðir og í næsta nágrenni eru nokkrar hestaleigur. Vinsamlega hafið samband í síma 896 6307 eða með því að senda tölvupóst á info@kvoldstjarnan.is
Sundlaugin Stokkseyri
Sundlaug Stokkseyrar er vinaleg sveitalaug í hjarta Stokkseyrar. Laugin samanstendur af 18 metra útilaug með rennibraut, vaðlaug og tveim heitum pottum. Rúmgóðir karla- og kvennabúningsklefar eru í sundlaugarbyggingunni. Frá sundlauginni er stutt í veitingastaði, söfn, listagallerý, kajak og fjöruna en Stokkseyri stendur alveg við suðurströndina.  Sundlaug Stokkseyrar er kærkominn áfangastaður í Árborg sem engin sér eftir að hafa heimsótt enda ekki á hverjum stað sem sundlaugargestir geta átt von á því að fá heitt kaffi eða djús í pottinn.  Afgreiðslutími-Sumaropnun:       1. júní -   miðjan ágúst mán - fös     13:00- 21:00 laug - sun     10:00- 17:00 - Vetraropnun: miðjan ágúst - 31. maí   mán -fös 16:30- 20:30 lau - sun   10:00- 15:00 Verð:Gjaldskrá Sundlauga Árborgar 2023Gildir frá 1.janúar 2023 Fullorðnir (18 - 66 ára): Stakt skipti 1250 kr. 10 skipta kort 4.900 kr. 30 skipta kort 9.700 kr. Árskort 35.000 kr.  Börn (10 - 17 ára): Stakt skipti börn 180 kr.* 10 skipta barnakort 1.400 kr. 30 skipta barnakort 3.800 kr. *Börn búsett í Sveitarfélaginu Árborg fá gefins árskort  Öryrkjar og eldri borgarar: 67 ára og eldri búsettir í Sv. Árborg 0 kr. 67 ára og eldri búsettir utan Árborgar 220 kr. Öryrkjar fá frían aðgang en verða að framvísa korti  Leiga: Leiga sundfata 950 kr. Leiga handklæða 950 kr. Tilboð leiga handkl/sundföt/sund 1900 kr. 
Black Beach Tours
ÆVINTÝRIN BÍÐA ÞÍN!   BLACK BEACH TOURS bjóða upp á frábærar ævintýraferðir við svörtu ströndina í Þorlákshöfn.   Fjórhjólaferðir – Í boði allt árið Við bjóðum upp á frábærar fjórhjólaferðir í og við svörtu ströndina í Þorlákshöfn. Upplifðu þessa einstöku náttúru á nýjan máta. Þú getur valið á milli 1, 2 eða 3 klukkustunda fjórhjólaferða.   RIB-báta ferðir – Í boði frá Maí út September Ef þú vilt mikla spennu og fá adrenalínið af stað þá eru RIB báta ferðirnar okkar eitthvað fyrir þig. Það er fátt skemmtilegra en að þeysast áfram eftir sjónum á okkar öflugu RIB bátum. Þú getur valið 30 min, 1 eða 2 klukkutíma ferða   Combo ferðir – fáðu það besta úr báðu og taktu combo ferð. Örugg leið til að fá sem mest út úr deginum.   Lúxus snekkjan Auðdís – Í boði frá Maí út September Komdu með okkur í lúxus siglingu á motor snekkjunni Auðdísi. Hvort sem þú vilt renna fyrir fisk, skoða náttúruna eða bara slaka á þá er þessi valkostur fullkominn.   YOGA Við bjóðum upp á Yoga tíma fyrir einstaklinga og hópa annað hvort í stúdíóinu okkar eða á svörtu ströndinni. Við bjóðum einnig upp á bjór yoga fyrir hópa, tilvalið fyrir starfsmanna-, steggja-, gæsa- eða aðrar hópaferðir. Ertu með séróskir? Hafðu samband og við hjálpum þér að skipuleggja hinn fullkomna skemmtidag. Erum með frábæra aðstöðu sem bíður upp á skemmtilega möguleika. Við erum staðsett í Þorlákshöfn í ca 50 km fjarlægð frá Reykjavik, 28 km frá Selfossi og ca 80 km frá Keflavik. Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar. Heimilisfang BLACK BEACH TOURS HAFNARSKEIÐ 17 815 ÞORLÁKSHÖFN   Hafðu samband Sími: +354 556-1500 INFO@BLACKBEACHTOURS.IS WWW.BLACKBEACHTOURS.IS

Aðrir (3)

Sundlaugin Þorlákshöfn Hafnarberg 41 815 Þorlákshöfn 480-3890
Hafið Bláa Óseyri við ósa Ölfusár 816 Ölfus 483-1000
SeaSide Cottages Eyrargata 37a 820 Eyrarbakki 898-1197