Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Veðrið á Íslandi er óútreiknanlegt allt árið um kring svo fólk þarf að vera viðbúið snöggum breytingum, jafnvel oft á dag. Aðal málið er pakka, nokkrum ólíkum lögum af fötum. Hér er listi af hlutum sem þú ættir að taka með þér, óháð því á hvaða tíma árs þú ert á ferðinni. Mikilvægt er að fylgjast vel með veðurspá og færð á vegum.

    Veðurfar

    Hiti 10°C / 50F

    Meðaltal - efri mörk 14°C / 57.2F

    Meðaltal - neðri mörk 6°C / 42.8F

    Úrkoma 3mm/dag

    Tímar af dagsbirtu 19

    Við hverju má búast

    Í júní er fyrst hægt að reikna með alvöru sumri, þótt það sé vissulega ekki öruggt en það er enn möguleiki á næturfrosti. Nætur eru bjartar og það er einstök upplifun að fylgjast með sólinni tylla sér á sjóndeildarhringinn áður en hún rís að nýju. Sumarsólstöður eru á bilinu 20. - 22. júní.

    Hvað á að taka með?

    • Flíspeysa/létt ullarpeysa
    • Létt lög af fötum (síðermaboli, létta jakka o.þ.h.)
    • Regn-/vindheldur jakki og buxur
    • Sterkir gönguskór með góðum sóla
    • Sólgleraugu
    • Vettlingar
    • Trefill
    • Húfa
    • Hlý undirföt/ullarnærföt (sérstaklega ef ferðinni er heitið inn á hálendi eða í fjallgöngur)
    • Vatnsheldir gönguskór (sérstaklega ef ferðinni er heitið inn á hálendi eða í fjallgöngur)
    • Hlýir sokkar eða göngusokkar(sérstaklega ef ferðinni er heitið inn á hálendi eða í fjallgöngur)
    • Sundföt
    • Fljótþornandi handklæði (sérstaklega ef farið er í náttúrulaugar og uppsprettur – hægt er að leigja handklæði í flestum sundlaugum)
    • Skordýrafælur/flugnanet
    • Augnhlíf/svefngrímu
    • Sólavörn

     

    Júní er tími fyrir

    Upplifðu aðra mánuði

    Viðburðir