Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Veðrið á Íslandi er óútreiknanlegt allt árið um kring svo fólk þarf að vera viðbúið snöggum breytingum, jafnvel oft á dag. Aðal málið er pakka, nokkrum ólíkum lögum af fötum. Hér er listi af hlutum sem þú ættir að taka með þér, óháð því á hvaða tíma árs þú ert á ferðinni. Mikilvægt er að fylgjast vel með veðurspá og færð á vegum.

    Veðurfar

    Hiti 5°C / 41F

    Meðaltal - efri mörk 8°C / 46.4F

    Meðaltal - neðri mörk 2°C / 35.6F

    Úrkoma 5mm/dag

    Snjódagar 1

    Tímar af dagsbirtu 10

    Við hverju má búast

    Í október fer að bera á norðurljósum á himni og því er hlýr fatnaður (og góð myndavél) nauðsynlegur í næturkulinu. Ökumenn þurfa að hafa í huga að nú er daginn tekið að stytta og sólin er lágt á lofti og þá geta skapast krefjandi aðstæður við akstur. Fylgjast þarf vel með veðurspá og færð á vegum og taka stöðuna reglulega. Fyrsti vetrardagur er seinni partinn í október.

    Hvað á að taka með?

    • Hlýjan og einangrandi jakka eða úlpu
    • Hlý lög af fötum (ullarpeysu, dún-/primaloftjakka, hlýir sokkar o.þ.h.)
    • Létt lög af fötum (síðermaboli, létta jakka o.þ.h.)
    • Brodda eða skó með stömum sóla (jafnvel þótt þú sért bara í bæjarferð)
    • Flíspeysa/létt ullarpeysa
    • Regn-/vindheldur jakki og buxur
    • Sterkir gönguskór með góðum sóla
    • Sólgleraugu
    • Vettlingar
    • Trefill
    • Húfa
    • Hlý undirföt/ullarnærföt (sérstaklega ef ferðinni er heitið inn á hálendi eða í fjallgöngur)
    • Vatnsheldir gönguskór (sérstaklega ef ferðinni er heitið inn á hálendi eða í fjallgöngur)
    • Hlýir sokkar eða göngusokkar(sérstaklega ef ferðinni er heitið inn á hálendi eða í fjallgöngur)
    • Sundföt
    • Fljótþornandi handklæði (sérstaklega ef farið er í náttúrulaugar og uppsprettur – hægt er að leigja handklæði í flestum sundlaugum)

     

    Október er tími fyrir

    Upplifðu aðra mánuði