Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    #Ask Gudmundur herferðin

    Meira en 98% af Guðmundum í heiminum búa á Íslandi. Í maí bað Inspired By Iceland herferð Íslandsstofu nokkra af Guðmundum landsins um að svara hinum ýmsu spurningum um Ísland. Vera eins konar mannleg leitarvél.

    Meira en 98% af Guðmundum í heiminum búa á Íslandi. Í maí bað Inspired By Iceland herferð Íslandsstofu nokkra af Guðmundum landsins um að svara hinum ýmsu spurningum um Ísland. Vera eins konar mannleg leitarvél. Á Suðurlandi var Guðmunda í aðalhlutverki og tókst henni vel til við að svara þeim spurningum sem bárust. Verkefnið var unnið og framkvæmt í nánu samstarfi við Markaðsstofu Suðurlands. 

    Sjá videó herferðarinnar hér.

    GUÐMUNDA SUÐURLANDS

    Hver er Guðmunda Suðurlands? Hún er meðal okkar fremstu landsliðskvenna í fótbolta sem skoraði sigurmarkið í leik Íslands á móti Englandi í EM. Þegar hún er ekki á vellinum er hún að njóta stórbrotinnar náttúru Suðurstrandarinnar.