Á meðal þeirra bestu samkvæmt Tripadvisor
Tvö hótel á Suðurlandi meðal þeirra bestu hjá Tripadvisor
28.01.2019
Nýlega birti ferðasíðan vinsæla Tripadvisor topp 10 lista yfir bestu hótel Íslands fyrir árið 2019. Á meðal þeirra tíu sem tilgreind voru er tvö á Suðurlandi. Annars vegar Hótel Rangá og hins vegar Fosshótel Glacier Lagoon. Á listanum má finna fimm hótel utan höfðurborgarinnar á listanum en um er að ræða flest þekktustu og glæsilegustu hótel landsins.
Sjá má listann í heild sinni hér
Tripadvisor er stærsta ferðavefsíða heims og hefur þar af leiðandi gríðarlegt vægi í ferðageiranum og sérstaklega þegar kemur að gistingu og afþreyingu.