Aðalfundur, málþing og árshátíð 2017
Það var stór dagur hjá Markaðsstofunni föstudaginn 31. mars sl. En þá var haldinn aðalfundur, málþing og síðan árshátíð um kvöldið á Fosshóteli Heklu.
Aðalfundurinn var haldinn á Hótel Heklu og var vel sóttur. Ása Valdís Árnadóttir formaður stjórnar opnaði fundinn og Dagný H. Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri MSS fór síðan yfir verkefni sl. árs og ársreikning 2016. Sú nýbreytni var að núna að óskað var eftir framboðum til stjórnarsetu fyrir 2017/2018 fyrir hönd Ferðamálasamtaka Suðurlands. Aðeins tveir buðu sig fram sem aðalmenn, einn sem varamaður og verða þeir því sjálfkjörnir. Stjórnarmennirnir Þórður Freyr Sigurðsson, Ása Valdís Árnadóttir og Magnús Bragason gáfu ekki kost á sér í til áframhaldandi setu og eru þeim þökkuð vel unnin störf.
Nýja stjórn skipa:
Björg Árnadóttir – Visit South Iceland ehf
Sigurlaug Gissurardóttir – Ferðamálafélag Austur Skaftafellssýslu
Gunnar Þorgeirsson – Samtök sunnlenskra sveitarfélaga
Sólrún Helga Guðmundsdóttir – Samtök sunnlenskra sveitarfélaga
Bjarni Freyr Báruson – Ferðamálsamtök Suðurlands
Elfa Dögg Þórðardóttir – Ferðamálasamtök Suðurlands
Varamenn:
Katrín Sigurðardóttir – Visit South Iceland ehf
Bjarni Guðmundsson – Samtök sunnlenskra sveitarfélaga
Sigurður Rafn Hilmarsson – Ferðamálasamtök Suðurlands
Anna María Ragnarsdóttir – Ferðamálafélag Austur Skaftafellssýslu
Í kjölfar aðalfundar var síðan haldið málþing undir yfirskriftinni “Er eitthvað að gerast?”. Dagný H. Jóhannsdóttir opnaði málþingið. Málþingið var afar vel sótt og voru flutt áhugaverð erindi frá Arnheiði Jóhannsdóttur frá Markaðsstofu Norðurlands, Ingu Hlín Pálsdóttur frá Íslandsstofu, Þóri Erlingdssyni frá Háskólanum á Hólum, Ými Björgvini Arthúrssyni frá Magical Iceland og Sigríður Hulda Jónsdóttir lokaði síðan málþinginu með skemmtilegu erindi um gleðina í starfi.
Eftir málþingið var síðan farið í örferð um hluta Uppsveitanna þar sem Ásborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi Uppsveitanna sagði frá því helsta sem er að gerast þar um þessar mundir og gestir kynntu sér ferðaþjónustu á svæðinu.
Um kvöldið var síðan mikið fjör á árshátíð þar sem saman kom fólk úr ferðaþjónustu á Suðurlandi. Inga Hlín Pálsdóttir frá Íslandsstofu var heiðursgestur og hélt stutt erindi. Margrét Maack var veislustjóri og hélt uppi fjörinu þar til Jakob Björgvin og Magnús Kjartan tóku við og spiluðu fyrir dansi. Vel heppnaður dagur í alla staði. Markaðsstofa Suðurlands þakkar öllum þeim sem tóku þátt í deginum með okkur kærlega fyrir og við vonumst til að sjá ykkur að ári.
Hér má sjá myndir frá deginum.