Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands
Markaðsstofa Suðurlands boðar til aðalfundar þann 29. apríl n.k. kl. 13:00 á Hótel Höfn.
08.04.2015
Markaðsstofa Suðurlands boðar til aðalfundar þann 29. apríl n.k. kl. 13:00 á Hótel Höfn.
Dagskrá:
- Fundarstjóri opnar fundinn
- Ársreikningur 2014 - Þórður Freyr Sigurðsson úr stjórn MSS
- Ný stefna, verkefna- og fjárhagsáætlun MSS 2015 - Dagný H. Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri MSS
- Skipun nýrrar stjórnar
- Tilnefning skoðunarmanna ársreiknings
- Önnur mál
- Kaffihlé
- Stefnumótun og framtíðarsýn í íslenskri ferðaþjónustu - Vilhjálmur Kristjánsson frá verkefnahóp atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og SAF
Flugfélagið Ernir býður aðildarfélögum upp á 25% afslátt af flugi á aðalfundinn. Til að bóka flug þarf að senda póst á bokanir@ernir.is og taka fram í athugasemdum "25% afsláttur v/ aðalfundar MSS 29/4."
Hlökkum til að sjá sem flesta.