Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands 15.okt
Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands vegna ársins 2019 verður haldinn fimmtudaginn 15.október kl 13.00. Fundurinn verður að þessu sinni rafrænn vegna þeirra fjölda- og fjarlægðartakmarkanna sem eru í samfélaginu.
08.10.2020
Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands vegna ársins 2019 verður haldinn fimmtudaginn 15.október kl 13.00. Fundurinn verður að þessu sinni rafrænn vegna þeirra fjölda- og fjarlægðartakmarkanna sem eru í samfélaginu.
Dagskrá:
- Fundarstjóri opnar fundinn og kynnir fyrirkomulag kosninga
- Kynning á frambjóðendum til stjórnarsetu fyrir hönd Ferðamálasamtaka Suðurlands, kosning opnar
- Ársreikningur 2019, yfirferð – Björg Árnadóttir, formaður stjórnar
- Yfirlit ársins 2019 og helstu verkefni og áherslur 2020 – Dagný Hulda Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri
- Kosningu lýkur og ný stjórn kynnt
- Tilnefning skoðunarmanna ársreiknings
- Önnur mál
Fundastjóri verður Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands
Ritari fundarins verður Ragnhildur Sveinbjarnardóttir, verkefnastjóri Markaðsstofu Suðurlands
Skráningarhlekkur verður sendur á póstlista markaðsstofunnar.