Aðalfundur Markaðsstofunnar
Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands var haldinn á Höfn í Hornarfirði miðvikudaginn 29. apríl. Fundurinn var haldin á Hótel Höfn.
Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf;
- Þórður Freyr (stjórn MSS) fór yfir ársreikning
- Dagný kynnti nýja stefnu, verkefna- og fjárhagsáætlun MSS 2015
Ný stjórn MSS
Ný stjórn Markaðsstofunnar er skipuð á þennan máta:
Tvær núverandi stjórnarkonur láta af störfum: Sigrún Kapitola Guðrúnardóttir og Elfa Dögg Þórðardóttir. Stjórnin og starfsmenn þakka þeim vel unnin störf í þágu Markaðsstofunnar.
Nýir inn í stjórn koma: Magnús Bragason fyrir Ferðamálasamtök Suðurlands og Sigurlaug Gissurardóttir fyrir Ferðamálafélag Austur Skaftafellssýslu.
Áfram í stjórn: Ása Valdís Árnadóttir fyrir Visit south Iceland ehf, Gunnar Þorgeirsson og Þórður Freyr Sigurðsson fyrir SASS og Margrét Runólfsdóttir fyrir Ferðamálasamtök Suðurlands
Varastjórn:
Eyrún Jónasdóttir – Visit South Iceland ehf
Bjarni Guðmundsson - SASS
Sigurdís Guðjónsdóttir – Ferðamálasamtök Suðurlands
Sigrún Kapitola Guðrúnardóttir – Ferðamálasamtök Austur Skaftafellssýslu
Að aðalfundi loknum hélt ráðgjafi á vegum ráðuneytisins erindi og vinnustofu um stefnumótun í íslenskri ferðaþjónustu. Þar gafst fundargestum kostur á að glöggva sig á helstu upplýsingum og skýrslum í íslenskri ferðaþjónustu. Að erindi loknu var fundargestum skipt upp í hópa þar sem hver og einn gat komið á framfæri sínum hugmyndum um áherslur og nauðsynlegar úrbætur í stefnumótun í íslenskri ferðaþjónustu.
Þessi fundaröð er liður í verkefnavinnu ráðgjafahópsins, sem hefur ferðast um landið að undanförnu í samvinnu við Markaðstofur landshlutanna og fundað, m.a á Selfossi þann 21. apríl sl.
Almenn ánægja var meðal fundargesta bæði á Höfn og á Selfossi og voru fundargestir sammála um að nauðsynlegt væri að fá tækifæri til að láta rödd sína heyrast.
Að loknum fundarhöldum var farin örferð um Höfn, þar sem staðarhaldarar sýndu og kynntu fundargestum fyrir núverandi starfsemi sem og hugmyndum að nýrri starfsemi innan þorpsins.
Hér má sjá myndir frá fundinum.