Árshátíð og aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands 2018
Árshátíð og aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands verður haldin 13. apríl næstkomandi á Hótel Laka við Kirkjubæjarklaustur. Árshátíðin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár.
Drög að dagskrá:
12:30 - Aðalfundur
- Formaður stjórnar opnar fundinn
- Tilnefning fundarstjóra
- Yfirlit ársins 2017 og verkefna- og fjárhagsáætlun MSS 2018 - Dagný H. Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri MSS
- Ársreikningur 2017
- Kosning og skipun nýrrar stjórnar
- Tilnefning skoðunarmanna ársreiknings
- Önnur mál
14:00 - Málþing - Skiptir ferðaþjónusta máli fyrir samfélagið?
- Nafli alheimsins - Eva Björk Harðardóttir, eigandi Hótel Laka og oddviti Skaftárhrepps
- Samfélagsleg áhrif ferðaþjónustu á Suðurlandi - Þorvarður Árnason, forstöðumaður rannsóknarseturs HÍ á Hornafirði
- Staðan á áfangastaðaáætlun Suðurlands - Laufey Guðmundsdóttir og Anna Valgerður Sigurðardóttir, verkefnastjórar áfangastaðaáætlana DMP
- Viðburðir, veitingar og gisting á lífrænu býli í Berufirði - Berglind Häsler, eigandi Havarí
- Matvælaframleiðsla og ferðamenn - Hjalti Þór Vignisson, framkvæmdarstjóri sölu- og þróunar hjá Skinney Þinganes
Fundarstjóri Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs
16:15 - Örferð um svæðið
19:30 - Fordrykkur í boði Markaðsstofunnar
20:00 - Borðhald hefst
Um kvöldið skemmtum við okkur svo saman yfir þriggja rétta kvöldverði, skemmtun og tónlist.
Veislustjóri kvöldsins verður Einar Bárðarson
Jónína Aradóttir og Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir syngja ljúfa tóna undir borðhaldi.
Happdrætti með veglegum vinningum!
Að borðhaldi loknu verður partýstemning með hljómsveit sem samanstendur af útvöldum snillingum af svæðinu: Arnar Gauti ferðaþjónustubóndi hjá Midgard sér um söng og slagverk, Guðmundur Fannar bóndi á Klaustri og reiðhjólaleiðsögumaður spilar á trommur, Markús forstöðumaður Hins Hússins spilar á gítar og svo verður fjórði Bítillinn kynntur til sögunnar á næstunni.
Matseðill kvöldsins
Forréttur - Klausturbleikju tartar með marineruðu perlulauks salsa, reyktri bleikju, blóðbergsolíu, humar-súrmjólkssósu og ristuðu brauði.
Aðalréttur - Rósmarín marineruð lambasteik frá Borgarfelli með rófu-gulrótarmús, hvítlauksmús, grilluðu brokkolí og blönduðum berja gljáa.
Eftirréttur - Súkkulaði tartar með rifsberja sorbet.
Skráningarfrestur er til þriðjudagsins 3. apríl og fer skráning fram í gegnum síma í 560 2044 og tölvupóst thorsteinn@south.is
Að taka þátt í öllum deginum kostar aðeins 9.900 kr. á mann (aðalfundur, málþing, örferð, kvöldverður og skemmtun).
Hótel Laki er með tilboð á gistingu þetta kvöld:
Eins manns herbergi með morgunverði: 10.000 kr.
Tveggja manna herbergi með morgunverði: 14.000 kr.
Til að panta gistinguna þarf senda póst á hotellaki@hotellaki.is og taka fram að hún sé fyrir árshátíð Markaðsstofunnar.
Við hvetjum alla til að skrá sig sem fyrst, allan daginn er flott dagskrá og er þetta kjörinn vettvangur til að hittast og hafa gaman saman!
Þá erum við að skoða möguleikan á að vera með sætaferðir frá Selfossi (13.4) og til baka daginn eftir (14.4) ef næg þátttaka fæst, svo þeir sem hefðu hug á að nýta sér slíkt láti okkur vita.
Hér er hægt að skoða myndir frá gleðinni 2017 :)
Hlökkum til að eiga með ykkur frábæran dag og kvöld !