Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

ÆVINTÝRAFERÐ FJÖLSKYLDUNNAR Á SUÐURLAND Í HAUSTFRÍINU

Suðurland býður upp á spennandi upplifun og ævintýralega skemmtun fyrir alla fjölskylduna í haustfríinu. Úr mörgu er að velja í afþreyingu hvort sem það er gönguferð um opin svæði, sögustaði eða svartar fjörur, hestaferð með heimafólki, fræðsla í gróðurhúsi, hellaferðir eða heimsókn í sundlaugar á svæðinu. Söfnin eru fjölmörg og víða áhugaverðar sýningar í boði fyrir alla fjölskylduna. Það má með sanni segja að Suðurland sé ævintýrakista sem geymir ógleymanlega upplifun hvort sem farið er í, ævintýraferð um Kötlu jarðvang sem endar með heimsókn á ævintýraeyjuna í suðri, spennandi ferð inn í ævintýraríkið undir Vatnajökli eða farið í ævintýralega afþreyingu á Gullna svæðinu.

Suðurland býður upp á spennandi upplifun og ævintýralega skemmtun fyrir alla fjölskylduna í haustfríinu. Úr mörgu er að velja í afþreyingu hvort sem það er gönguferð um opin svæði, sögustaði eða svartar fjörur, hestaferð með heimafólki, fræðsla í gróðurhúsi, hellaferðir eða heimsókn í sundlaugar á svæðinu. Söfnin eru fjölmörg og víða áhugaverðar sýningar í boði fyrir alla fjölskylduna. Það má með sanni segja að Suðurland sé ævintýrakista sem geymir ógleymanlega upplifun hvort sem farið er í, ævintýraferð um Kötlu jarðvang sem endar með heimsókn á ævintýraeyjuna í suðri, spennandi ferð inn í ævintýraríkið undir Vatnajökli eða farið í ævintýralega afþreyingu á Gullna svæðinu.

Fjölbreytt úrval er af veitingum og gistingu á Suðurlandi. Góðir veitingastaðir eru um allt svæðið þar sem víða er lögð mikil áhersla á að bjóða afurðir af svæðinu og nýta matvæli úr heimabyggð. Gisting er fjölbreytt og auðvelt er að finna gistingu fyrir alla fjölskylduna s.s. íbúðir, gistihús, bændagisting, hótel o.fl.

Frábær skemmtun er í boði fyrir alla fjölskylduna og auðvelt er að finna ævintýralega afþreyingu. Margir ferðaþjónustuaðilar verða með ýmis tilboð með sérstakri áherslu á fjölskylduna í haustfríinu. Hér eru nánari upplýsingar og hugmyndir af því sem fjölskyldan getur notið og gert saman á Suðurlandi. Ekki er spurning hvort, heldur hvert verður haldið í haustfríinu.

Sjá nánar yfir viðkomandi svæði:

Ölfus

Hveragerði

Selfoss og nágrenni

Uppsveitir Árnessýslu

Rangárþing ytra

Rangárþing eystra

Vestmannaeyjar
Mýrdalshreppur

Skaftárhreppur

Sveitarfélagið Hornafjörður