Áfangastaðaáætlun DMP - Fyrsti vinnufundur miðsvæðis haldinn í Vestmannaeyjum
Líkt og fundurinn á Hornafirði þá gekk hann vel, samtalið var gott og hnitmiðað. Samsetningin á vinnuhópunum voru fulltrúar úr hverju sveitafélagi fyrir sig, fulltrúi íbúa, matvælaframleiðanda, landeiganda, fyrirtækja í ferðaþjónustu líkt og afþreying, veitingar og gisting, fulltrúar úr sveita/bæjarstjórn, Vatnajökulsþjóðgarðs og Kötlu jarðvangs. Sem sagt raddir þeirra sem hafa áhrif og/eða snertingu við upplifun ferðamannsins.
Inni á síðunni www.south.is/is/DMP má lesa sér betur til um verkefnið á Suðurlandi sem og er þar tenging inn á vefslóð Ferðamálastofu um verkefnið á landsvísu.
Verkefnastjórar fara nú í að vinna úr gögnum fundarins og draga fram línur svæðisins sem haldið verður áfram með inn í verkefnið áfangastaðaáætlun DMP. Einnig verða niðurstöður úr vinnu Kötlu jarðvangs um stjórnunaráætlun jarðvangsins nýttar inn í áfangastaðaáætlunina.
Næsti fundur verkefnastjóra verður með vestursvæðinu í Bláskógarbyggð í næstu viku.