Suðurland valið útivistar áfangastaður Luxury Travel Guide 2018
Markaðsstofan, fyrir hönd áfangastaðarins Suðurlands sendi inn tilnefningu til Luxury Travel Guide (LTG) verðlaununum fyrir árið 2018. Það er skemmst frá því að segja að Suðurland vann í flokknum útivistar áfangastaður ársins 2018 eða OUTDOOR ACTIVITY DESTINATION OF THE YEAR 2018.
Luxury Travel Guide hafa um árabil veitt áfangastöðum sem skara fram úr á einhverjum sviðum þessi eftirsóttu verðlaun og þá í mörgum flokkum.
Markaðsstofan mun nýta þetta í sínu markaðsstarfi fyrir árið 2018 og hefur m.a. hafið samvinnu með LTG í tengslum við sérstaka kynningu í þeirra miðlum, blaðamannaheimsóknir og fleira. Við hvetjum einnig aðila í ferðaþjónustu að gera hið sama. Við erum afar stolt af þessum verðlaunum og óskum ferðaþjónustunni á Suðurlandi til hamingju með flotta viðurkenningu.