Agentar í Hveragerði
Markaðsstofa Suðurlands hitti hóp agenta frá þýska hluta Sviss á miðvikudaginn.
06.05.2016
Markaðsstofa Suðurlands hitti hóp agenta frá þýska hluta Sviss á miðvikudaginn og var það Arthúr Björgvin Bollason sem fór fyrir hópnum.
Markaðsstofan hitti hópinn á veitingastaðnum Varmá í Hveragerði þar sem þau snæddu hádegismat. Alls voru þetta 12 agentar sem voru að kynna sér hvað Suðurland hefur upp á að bjóða. Markaðsstofan var með stutta kynnningu á samstarfsfyrirtækjum MSS og Suðurlandi.