Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ekki gleyma að skrá þig á Árshátíð Markaðsstofunnar

Nú fer hver að verða síðastur til að skrá sig á Árshátíð Markaðsstofunnar sem verður haldin þann 19. apríl nk.. Skráningarfrestur er til mánudags 15.apríl.

Aðalfundur og árshátíð markaðsstofunnar verður haldinn föstudaginn 19. apríl nk. Í þetta sinn verður hún haldin á Hótel Selfossi. 

Dagskráin verður með svipuðu sniði og síðustu ár:
*með fyrirvara um breytingar

  • Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands kl. 13.00-14.30.
  • Málþing hefst kl. 14.30-16.00.
    Stórar framkvæmdir á Suðurlandi - tækifæri og samlegðaráhrif (sjá dagskrá neðar í frétt)
  • Stutt kynningarferð um nærsvæðið hefst kl. 16.00
    Ólafur Rafnar Ólafsson, atvinnu- og viðburðarfulltrúi Árborgar mun segja okkur frá því helsta sem er að gerast þar um þessar mundir. 

Um kvöldið skemmtum við okkur svo saman yfir kvöldverði, skemmtun og tónlist. 

  • 19:00 - Fordrykkur í boði Markaðsstofunnar
  • 19:30 - Borðhald hefst

Verð: 11.900
Innifalið í verði - Fordrykkur, 2 rétta kvöldverður og kvöldskemmtun 

Skráning fer fram hér. 

Dagskrá málþings: 

Stórar framkvæmdir í ferðaþjónustu á Suðurlandi - tækifæri og samlegðaráhrif.

Á málþinginu verður fjallað um stórar framkvæmdir í ferðaþjónustu útfrá sjálfbærri þróun áfangastaða. Skoðað verður hvernig slíkar framkvæmdir geta haft jákvæð áhrif á nærsamfélag, t.a.m. með atvinnuuppbyggingu, auknum stöðugleika og tækifærum í menningarlífi.

Fundarstjóri er Bragi Bjarnason

Erindin eru eftirfarandi:

  • Að móta áfangastað
    Magnús Orri Marínarson Schram segir frá mótun áfangastaða í Kerlingarfjöllum og Þjórsárdal.
  • Orustustaðir - sjálfbær áfangastaður
    Hreiðar Hermannsson fjallar um sjáflbærninálgun í uppbyggingu ferðaþjónustu í Skaftárhreppi.
  • Samfélag og samvinna – í takt við náttúruna.
    Fanney Ásgeirsdóttir segir frá nýju Skaftárstofu, tækifærum í ráðstefnuhaldi, og samvinnu við samfélagið.
  • Reykjaböðin við Reykjadal
    Brynjólfur J. Baldursson svalar forvitni gesta um fyrirhugaða uppbyggingu við Reykjadal.
  • Miðbær Selfoss – Það sem er í vændum
    Vignir Guðjónsson kafar dýpra um hvað er í vændum í næstu aföngum Miðbæjar Selfoss.

Gisting:

Hótel Selfoss er með tilboð á gistingu þetta kvöld: Gisting í tveggja manna herbergi með morgunverð: 20.000 kr.
Hótel South Coast er með tilboð á gistingu þetta kvöld: Gisting í tveggja manna herbergi með morgunverð: 22.000 kr. 

Gestir skulu sjálfir bóka gistingu hjá Hótel Selfoss eða Hótel South Coast. Bókun herbergja fer í gegnum tölvupóst - info@hotelselfoss.is eða info@hotelsouthcoast.is
Við bókun gistingar skal taka fram að gisting er í samstarfi við Markaðsstofu Suðurlands. 

Skráningarfrestur á árshátíðina rennur út mánudaginn 15.apríl.  Ekki missa af þessu tækifæri til að hitta kollegana og heyra hvað er um að vera áður en sumartörnin hefst.

Hlökkum til að eiga með ykkur frábæran dag og kvöld !