Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Árshátíð Markaðsstofu Suðurlands 2023, takið daginn frá!

Árshátíð Markaðsstofunnar verður haldin þann 4. maí nk. Takið daginn frá!

Aðalfundur Markaðsstofunnar verður haldin fimmtudaginn 4. maí nk. Í þetta sinn verður hún haldin á Landhótel í Rangárþingi ytra.

Dagskráin verður með svipuðu sniði og síðustu ár:

  • Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands kl. 12:30
  • Örnámskeið um markaðsmál Íslandsstofu hefst kl. 14.00.

     

    Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, og Oddný Arnarsdóttir, svæðisstjóri Norður-Ameríku, Þýskalands og Spánar og tengiliður wellness ferðaþjónustu, koma og halda örnámskeið um markaðsmál. Farið verður yfir helstu verkefni Íslandsstofu og þau verkfæri sem standa fyrirtækjum til boða í gegnum samstarfið. Meðal umfjöllunarefna verða PR mál (almannatengsl), herferðir, vinnustofur og sýningar erlendis, samfélagsmiðlar og vefur, móttaka ferðasöluaðila, blaðamanna og áhrifavalda, greiningar á mörkuðum og kannanir meðal erlendra ferðasala, myndabanka og verkfærakistu (traveltrade) sem fyrirtæki geta nýtt sér. Einnig verður sýnt myndband frá Ásu Steinars áhrifavaldi um tækifæri og praktísk ráð á þeim vettvangi og stutt erindi verða frá sunnlenskum fyrirtækjum um reynslu sína af t.d. vinnustofum og sýningum og þátttöku í áhrifavalda- og blaðamannaferðum.

     Dagskrá: 
    • Sigríður Dögg Guðmundsdóttir - Kynning á starfsemi Íslandsstofu og þeim tækifærum sem eru í boði í markaðssetningu með Íslandsstofu
    • Oddný Arnarsdóttir – segir frá vinnustofum og sýningum sem Íslandsstofa tekur þátt í og hvaða tækifæri eru í þátttöku fyrir fyrirtæki
    • Myndband fá Ásu Steinars um samstarf við áhrifavalda
    • Stuttar kynningar frá sunnlenskum ferðaþjónustufyrirtækjum um reynslu þeirra af þátttöku á vinnustofum, sýningum og móttöku blaðamanna og áhrifavalda.
  • Stutt kynningarferð um nærsvæðið hefst kl. 16.00 
    • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþing ytra mun segja okkur frá því helsta sem er að gerast þar um þessar mundir. Svo eitthvað sé talið upp þá verður farið í heimsókn í Lækjarbotna, Hekluhesta, og Hellana við Hellu.

Þar sem enginn kvöldskemmtun er þá ekki þörf að kaupa miða, en það þarf að skrá sig svo við getum áætla fjölda fyrir súpu á aðalfundi, kaffi á námskeiði og fjölda í rútuna, skráning er opin til hádegis á þriðjudaginn næstkomandi, 2. Maí.

Skráning á aðalfund og árshátíð Markaðsstofu Suðurlands 2023.