Brunnhóll hlýtur viðurkenningu Vakans
Gistiheimilið Brunnhóll hlaut viðurkenningu Vakans sem 4 stjörnu gistiheimili og jafnframt brons-umhverfismerki Vakans.
Sigurlaug Gissurardóttir og Jón Kristinn Jónsson hafa rekið ferðaþjónustu undir merkjum Ferðaþjónustu bænda frá árinu 1986. Fyrst í smáum stíl en með aukinni og breyttri eftirspurn hefur fyrirtækið vaxið og í dag er boðið upp á gistingu í 22 herbergjum, auk veitingasölu og hins margrómaða Jöklaíss, sem framleiddur er á bænum en yngri kynslóð fjölskyldunnar hefur um árabil haft veg og vanda af mjólkurframleiðslunni. Þess ber einnig að geta að gestir á Brunnhól geta fylgst með atferli kúnna í fjósinu sem og mjöltum í beinni útsendingu í sjónvarpskerfi gistiheimilisins.
Lesa meira
Heimsækið Brunnhól hér