Aukin þjónusta Kynnisferða við Suðurland
Kynnisferðir hafa aukið þjónustu við viðskiptavini sína og ferðaþjónustu á Suðurlandi. En í október hóf fyrirtækið akstur frá Keflavíkurflugvelli á Suðurland með viðkomu á BSÍ.
21.10.2016
Kynnisferðir hafa aukið þjónustu við viðskiptavini sína og ferðaþjónustu á Suðurlandi. En í október hóf fyrirtækið akstur frá Keflavíkurflugvelli á Suðurland með viðkomu á BSÍ. Flugrútan Suðurland mun stoppa við Hótel Örk í Hveragerði, Hótel Selfoss á Selfossi, Stracta Hótel á Hellu og við Hótel Hvolsvöll á Hvolsvelli. Flugrútan Suðurland ekur svo frá Suðurlandi beint á Keflavíkurflugvöll án viðkomu á BSÍ.
Þessi nýja þjónusta mun tengja hótel og gististaði á Suðurlandi beint við Keflavíkurflugvöll kvölds og morgna og býður upp á aukin tækifæri fyrir ferðaþjónustuaðila á Suðurlandi.