Markaðsstofa Suðurlands í Norður Ameríku
Nokkuð langt var á milli staðanna þriggja en vinnustofurnar hófust í Seattle og þaðan var haldið til New York og svo loks var flogið yfir til Toronto í Kanada þar sem lokahnikkurinn fór fram. Nordics eru samstarf Norðurlandanna um kynningu á þessum norðlægu áfangastöðum.
Ragnhildur Sveinbjarnardóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands var fulltrúi Suðurlands að þessu sinni og átti hún fjölda funda við fjölbreyttann hóp ferðasala. Ragnhildur deildi fundarborði með Arnheiði Jóhannsdóttur frá Markaðsstofu Norðurlands og Oddnýju Arnarsdóttur frá Íslandsstofu sem sá um skipulagningu viðburðarins fyrir hönd Íslands. Alls áttu þær hvorki meira né minna en um 40 fundi meðan á vinnustofunum stóð og hefur endurgjöf verið mjög jákvæð og mikil ánægja með góðar og hagnýtar upplýsingar um framboð á þjónustu og vörum sem landshlutinn og landið allt hefur upp á að bjóða. Alls sóttu um 180 söluaðilar viðburðina.
Hluti starfssemi Markaðsstofu Suðurlands er að kynna Suðurland fyrir ferðasölum. Vinnustofur eins og þessar eru ein árangursríkasta leiðin til þess í bland við aðrar markaðsaðgerðir. Flestir ferðasalar sem sækja viðburði sem þessa þekkja vel til landshlutans og vilja helst fá að vita um nýjungar á svæðinu. Þó eru einhverjir sem vita lítið og þá hefur mesta púðrið farið í að kynna landshlutann almennt og fylgja eftir fundunum með frekari upplýsingar um fjölbreytileika svæðisins. Með þátttöku á þessum viðburðum aflar Markaðsstofan tengsla við söluaðila sem hægt er að nýta til að miðla áfram fréttum og upplýsingum um Suðurland áfram í framtíðinni. Mikil áhersla er lögð á að eitthvað sé í boði fyrir flesta markhópa ferðafólks. Náttúra, gisting, matur, afþreying og önnur tengd þjónusta.
Ef þú ert með nýjungar í þinni starfssemi þá viljum við endilega fá að vita af þeim. Hægt er að senda upplýsingar á info@south.is eða hringja í síma 5602050