Sunnlenskar vörur verðlaunaðar
Íslandsmeistarakeppnin í matarhandverki, Askurinn, fór fram á Hvanneyri um síðastliðna helgi. Keppt var í 10 flokkum og bárust 133 matvörur og drykkir.
Að sjálfsögðu voru sunnlenskar vörur meðal keppenda en þrjú sunnlensk fyrirtæki áttu vörur á verðlaunapalli. Það voru vörur frá Á Ártanga í Grímsnes- og Grafningshreppi, Sólsker á Höfn og Tariello á Hellu.
Nánar má sjá lista yfir verðlaunahafa og flokka á vef Matarauðs Íslands.
Bakhjarlar keppninnar eru Matís og Matarauður Íslands en að þessu sinni fór afhending verðlaunanna fram á matarhátíð Matarauðs Vesturlands sem haldin var af Markaðsstofu Vesturlands í húsakynnum Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri. Það er greinilega mikill áhugi og gróska í íslensku matarhandverki og liggja þar fjölmörg tækifæri í vöruþróun og nýjum vörum.