Upplifðu og Instagram Reels
Samstarfsfyrirtæki og -sveitarfélög Markaðsstofu Suðurlands geta fengið aðgang að „bakenda“ vefsins og þannig nýtt sér ótal myndbönd og ljósmyndir til eigin nota í markaðssetningu á sinni starfsemi. Þar er hægt á einfaldann hátt að búa til eigin myndbönd og niðurhala í þremur mismunandi stærðum (16:9, 1:1 og 4:5).
Nánar um Upplifðu og kennslumyndband hér.
Hægt er að setja saman myndbönd með tónlist frá þínu nærsvæði fyrir þitt fyrirtæki. Myndbandabankinn inniheldur fjöldamörg falleg „skot“ frá helstu ferðamannastöðum landshlutans og því auðvelt að nýta sér það fyrir þína miðla og fyrir þitt markaðsstarf. Þú þarft bara að pússla saman og hlaða niður því sem hentar hverju viðfangsefni fyrir sig.
Instagram Reels
Instagram Reels er aðeins eitt af fjölmörgum notkunarmöguleikum Upplifðu og líklega það vinsælasta í dag. Instagram Reels eru stutt, skemmtileg myndbönd sem gerir einstaklingum, fyrirtækjum og öðrum vörumerkjum auðveldara að fara út fyrir rammann í efnissköpun, auka vitund vörumerkis (e. brand awareness) og sýna ríkjandi og vaxandi "trend".
- Hægt er að sækja myndbönd í réttum staðli á Upplifðu fyrir Instagram Reels (4:5) og blanda saman við þitt eigið efni.
- Pússla saman myndbandi á Upplifðu og birta á Reels frá þeim stað sem ferðamaðurinn var að koma eða er að fara á.
- Undirstrika fegurð staðarins og landshluta og segja frá þeim ævintýrum sem mögulega bíða ferðamannsins.
Markaðsstofa Suðurlands hefur verið að vinna að setja saman Reels úr Upplifðu út frá þemum. Nú þegar höfum við birt eitt Reel undir þemanu „Lava fields“ og má sjá hér:
Við munum svo næstu daga birta fleiri þemu sem unnin eru úr bakenda Upplifðu eins og t.d. Geothermal, family, black sand og mirrors.
Möguleikarnir eru því fjölmargir og mun bætast í myndabankann þegar líður á árið.
Við hvetjum alla sem hyggjast nota Upplifðu í sínu markaðsstarfi að hafa samband við okkur ef einhverjar spurningar vakna.