Ávallt til þjónustu reiðubúin!
Á þessum fordæmalausu tímum vegna COVID -19 faraldursins eru fjöldi fyrirtækja í óvissu með rekstur sinn. Stjórnvöld hafa kynnt ýmis úrræði til að reyna að koma til móts við fyrirtæki og einstaklinga á meðan á þessu ástandi stendur. Það er krefjandi að takast á við óvissutíma sem þessa og skiljanlega eru margir áhyggjufullir varðandi framhaldið.
Á vegum SASS starfa ráðgjafar sem eru til þjónustu reiðubúnir. Við hvetjum alla til að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna, hvort sem ykkur vantar aðstoð eða bara leyfa okkur að fylgjast með hver staðan er svo við getum miðlað sem bestum upplýsingum til stjórnvalda um stöðuna á Suðurlandi hverju sinni.
Mikilvægt er að hafa í huga að þetta er einungis tímabundið ástand sem mun taka enda.
Hér eru nokkur góð ráð sem hafa ber í huga:
- Hugið að starfsfólkinu ykkar og gerið það sem þið getið til að viðhalda ráðningarsambandi við það, svo ekki þurfi að ráða nýtt fólk með tilheyrandi kostnaði þegar allt er yfir staðið.
- Verið í góðu sambandi við ykkar stærstu viðskiptavini og birgja. Góð og opin samskipti eru lykill að því að semja um framhaldið ef þörf verður á því.
- Leitaðu til einhvers af ráðgjafa okkar til að fá aðstoð við að uppfæra áætlanir, markaðssetningu, endurskipuleggja reksturinn eða fá ráð varðandi endurfjármögnun þegar sá tími kemur. Hér er hægt að finna símanúmer og netföng: https://www.sass.is/radgjof/
- Nú er hjá mörgum tíminn sem aldrei kemur – þegar róast…. nýtum hann í að vinna verkefnin sem við höfum ekki komist í, uppfæra heimasíðuna, vinna markaðsefni, sinna viðhaldi, taka til á skrifstofunni, þrífa o.s.frv.
- Munið að hlúa að heilsu og velferð ykkar og þeirra sem ykkur nær standa.
Endilega hafið samband ef einhverjar spurningar vakna, bæði ef ykkur vantar aðstoð eða bara leyfa okkur að fylgjast með hver staðan er. Endilega sendið okkur beiðni á info@south.is eða hafið samband við okkur í síma 560-2050