Viðkenningar veittar á Árshátíð Markaðsstofu Suðurlands
Aðalfundur og árshátíð Markaðsstofu Suðurland var haldinn á Hótel Örk í Hveragerði fimmtudaginn 5. Maí s.l.
Dagskráin var pökkuð frá morgni til kvölds sem hófst á aðalfundi um morguninn og endaði á árshátíð um kvöldið þar sem veittar voru viðkenningar fyrir sprota ársins og framlag til ferðaþjónustu.
09.05.2022
Dagný Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands fyrir miðri mynd ásamt viðurkenningahöfum fyrir árin 2020 og 2021
Eftir hefðbundin aðalfundarstörf tók Bjartur Guðmundsson leikari og fyrirlesari við með erindi um hvernig þjónusta getur skapað áðdáendur.
Því næst hélt hópurinn í létta gönguferð um Hveragerði þar sem heimsótt voru nokkur af þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem starfa á svæðinu. Meðal fyrirtækja sem hópurinn heimsótti voru Ölverk, Listasafn Árnesinga, Iceland Activities og Gróðurhúsið.
Á árshátíðinni um kvöldið veitti Markaðsstofan viðurkenningar fyrir sprota ársins og framlag til ferðaþjónustu fyrir árin 2020 og 2021:
Sproti ársins 2020 – Zipline Iceland
Framlag til ferðaþjónustu 2020 – Eldhestar
Sproti ársins 2021 – Hellarnir við Hellu (Caves of Hella)
Framlag til ferðaþjónustu 2021 – Skógasafn