Fundur í Vík og Vestmannaeyjum
Anna og Laufey verkefnastjórar áfangastaðaáætlunnar DMP fyrir Suðurland fóru um miðsvæði Suðurlands í síðustu viku. Aðal erindið var að fylgjast með vinnufundi í Vík þar sem hollensku ráðgjafarnir frá Nohnik ásamt hagsmunaaðilum á svæðinu eru að vinna að stefnumótun fyrir Kötlu jarðvang.
Á leiðinni var komið við á nokkrum ferðaþjónustustöðum til þess að kynna okkur það sem er í boði á svæðinu. Alls staðar var tekið vel á móti okkur, fengum skoðunarferðir og áttum gott spjall við ferðaþjónustuaðila.
Í framhaldi skelltum við okkur með Herjólfi yfir til Vestmannaeyja þar sem Ferðamálastofa hélt kynningafund á verkefninu áfangastaðaáætlun DMP. Fundurinn var haldinn í Sagnheimum sem var áhugavert að skoða en auk þess skoðuðum við þorpið, keyrðum út á Stórhöfða og heimsóttum nokkra ferðaþjónustuaðila í Eyjum. Síðast en ekki síst snæddum við dýrindis mat að hætti Eyjamanna á nokkrum af þeim fjölmörgu veitingastöðum sem eru í Vestmannaeyjum.
Á leiðinni heim frá Eyjum stoppuðum við til þess að kynna okkur fleiri staði á svæðinu og má glöggt sjá að mikil gróska er í ferðaþjónustu á Suðurlandi.
Hlökkum til að kynnast fleiri stöðum á Suðurlandi og fólkinu sem þar starfar.
#DMPSuðurland #elskumSuðurland #DMP