Fundur um markaðssetningu í ferðaþjónustu fyrir ferðaþjónustuaðila í Vestmannaeyjum
Markaðsstofan, í samstarfi við Íslandsstofu, stendur fyrir fundi um markaðssetningu í ferðaþjónustu fyrir ferðaþjónustuaðila í Vestmannaeyjum.
11.05.2016
Markaðsstofan, í samstarfi við Íslandsstofu, stendur fyrir fundi um markaðssetningu í ferðaþjónustu fyrir ferðaþjónustuaðila í Vestmannaeyjum.
- Þriðjudaginn 17.5. kl. 20.00 í Sagnheimum
Dagskrá:
- Áherslur 2016 í markaðssetningu Íslands á erlendum mörkuðum ásamt kynningu á nýrri herferð Íslandsstofu „Iceland Academy“ - Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu
- Markaðsgreining áfangastaðarins Suðurlands – fyrstu niðurstöður greiningarinnar – Dagný H. Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands
Athugið að fundurinn er öllum opinn. Hlökkum við til að sjá sem flesta.