Íbúafundir vegna Áfangastaðaáætlunar DMP á Suðurlandi
Á síðustu vikum hafa verið haldnir opnir íbúafundir í tengslum við vinnu við Áfangastaðaáætlun DMP á Suðurlandi. Fundirnir hafa gengið vel og ágætlega sóttir. Tilgangur þeirra er aðalega að huga að því að rödd íbúa á svæðum Suðurlands fái líka að heyrast inni í verkefninu og niðurstöðum þess.
Auk þess að á fundinum fengu gestir stutta kynningu á þeim línum sem komnar eru fram í verkefninu þá voru lagðar fyrir fundargesti spurningar líkt og Hvert vilt þú að framlag ferðaþjónustunnar sé á svæðinu? Hvernig ferðaþjónustu viltu hafa á svæðinu? Hvernig ferðamenn viltu fá á svæðið og hvernig er hægt að laða þá að á svæðið? Fundargesti fengu tækifæri til að svara þessum spurningum hver fyrir sig auk þess að ræða í hópum. Miklar og góðar umræður fóru fram á þessum fundum og góðir punktar sem fara inn í heildarvinnu Áfangastaðaáætlunar.
Fundir hafa verið haldnir í Vestmannaeyjum, Höfn, Selfossi og Hvolsvelli.
Síðasti íbúafundurinn verður í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri þriðjudaginn 20. febrúar kl 20.00.