Kynningarferð til Vestmannaeyja
Markaðsstofan fór með hóp ferðasala í kynningarferð til Vestmannaeyja í gær.
18.05.2016
Markaðsstofan fór með hóp ferðasala í kynningarferð til Vestmannaeyja í gær. Flogið var til Eyja með alls 17 gesti frá Reykjavík.
Eins og vanalega voru Eyjamenn höfðingjar heim að sækja en við heimsóttum bæði hótel- og afþreyingarfyrirtæki sem og veitingastaði í Eyjum. Mikil fjölbreytni einkennir framboð ferðaþjónustu aðila í Eyjum og eru möguleikarnir óþrjótandi.
Við þökkum bæði fyrirtækjunum sem tóku á móti okkur sem og gestum ferðarinnar fyrir frábæran dag.
Sjá má myndir frá ferðinni hér.