Mannamót markaðsstofanna fór vel fram
Það má með sanni segja að Mannamót hafi gengið mjög vel þetta árið.
25.01.2016
Það má með sanni segja að Mannamót hafi gengið mjög vel þetta árið. Enn og aftur var slegið aðsóknarmet en fjöldi sýnenda var um 180 og fjöldi gesta voru milli 600-800 manns.
Það var mjög létt og skemmtileg stemmning yfir bæði sýnendum og gestum sýningarinnar. Meðal gesta var Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, sem kom og kynnti sér þá fjölbreyttu flóru sem ferðaþjónustufyrirtæki á landsbyggðinni hafa upp á að bjóða.
Myndir frá Mannamóti 2016 má finna hér
Búið er að ákveða dagsetningu fyrir Mannamót að ári, eða 19. janúar 2017. Það er um að gera að taka daginn frá strax!