Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

METÞÁTTTAKA Í MANNAMÓTUM 2018

Markaðsstofur landshlutanna stóðu fyrir Mannamótum 2018, 18. janúar sl. og var þetta í fimmta skipti sem viðburðurinn var haldinn.

Markaðsstofur landshlutanna stóðu fyrir Mannamótum 2018, 18. janúar sl. og var þetta í fimmta skipti sem viðburðurinn var haldinn. Líkt og venjulega voru Mannamót haldin í flugskýli Flugfélagsins Ernis. Metþátttaka var og yfir 200 ferðaþjónustufyrirtæki kynntu þjónustu sína og þar af um 68 af Suðurlandi. Um 700 gestir sóttu Mannamót þetta árið. Markaðsstofa Suðurlands þakkar öllum fyrir þátttökuna og gestum fyrir innlitið og sjáumst að ári liðnu.

Hér má nálgast fleiri myndir frá Mannamótum 2018.