Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Ný stjórn Markaðsstofu Suðurlands

    Fimmtudaginn 15.okt fór fram rafrænn aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands. Upphaflega átti fundurinn að fara fram í Hveragerði í mars sl. en vegna Covid frestaðist fundurinn og að endingu var ákveðið að halda hann rafrænt.
    Rafrænn aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands 2020
    Rafrænn aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands 2020

    Fimmtudaginn 15.okt fór fram rafrænn aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands. Upphaflega átti fundurinn að fara fram í Hveragerði í mars sl. en vegna Covid frestaðist fundurinn og að endingu var ákveðið að halda hann rafrænt.

    Á fundinum fór Björg Árnadóttir, formaður stjórnar, yfir ársreikning vegna 2019. Dagný H. Jóhannsdóttir fór yfir yfirlit ársins og helstu verkefni og áherslur 2020. Þar sem vel var liðið á árið 2020 fór Dagný yfir þær áherslubreytingar og verkefni sem markaðsstofan hefur unnið að sem viðbrögð við breyttum forsendum á árinu 2020.

    Að lokum kynnti Dagný nýja stjórn Markaðsstofu Suðurlands ásamt skoðunarmenn ársreiknings 2020.

    Stjórn MSS 2020-2021

    Aðalmenn:

    • Björg Árnadóttir – Visit South Iceland ehf
    • Ásgerður Kristín Gylfadóttir – SASS
    • Grétar Ingi Erlendsson – SASS
    • Ágúst Elvarsson – Ferðamálafélag Austur- Skaftafellssýslu
    • Kristín Ýr Hrafnkelsdóttir – Ferðamálsamtök Suðurlands
    • Ragnhildur Ágústsdóttir – Ferðamálasamtök Suðurlands

    Varamenn:

    • Katrín Sigurðardóttir – Visit South Iceland ehf
    • Ása Valdís Árnadóttir– SASS
    • Friðrik Sigurbjörnsson - SASS
    • Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir – Ferðamálafélag Austur- Skaftafellssýslu
    • Geir Gígja – Ferðamálasamtök Suðurlands
    • Halla Rós Arnarsdóttir – Ferðamálasamtök Suðurlands

    Skoðunarmenn ársreiknings 2020:

    • Laufey Sif Lárusdóttir
    • Kristófer Tómasson

    Til vara:

    • Pétur Viðar Kristjánsson
    • Eydís Indriðadóttir

     

    Fundarstjóri var Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands 

    Ritari var Ragnhildur Sveinbjarnardóttir, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands