Ný stjórn Markaðsstofu Suðurlands
Fimmtudaginn 15.okt fór fram rafrænn aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands. Upphaflega átti fundurinn að fara fram í Hveragerði í mars sl. en vegna Covid frestaðist fundurinn og að endingu var ákveðið að halda hann rafrænt.
Á fundinum fór Björg Árnadóttir, formaður stjórnar, yfir ársreikning vegna 2019. Dagný H. Jóhannsdóttir fór yfir yfirlit ársins og helstu verkefni og áherslur 2020. Þar sem vel var liðið á árið 2020 fór Dagný yfir þær áherslubreytingar og verkefni sem markaðsstofan hefur unnið að sem viðbrögð við breyttum forsendum á árinu 2020.
Að lokum kynnti Dagný nýja stjórn Markaðsstofu Suðurlands ásamt skoðunarmenn ársreiknings 2020.
Stjórn MSS 2020-2021
Aðalmenn:
- Björg Árnadóttir – Visit South Iceland ehf
- Ásgerður Kristín Gylfadóttir – SASS
- Grétar Ingi Erlendsson – SASS
- Ágúst Elvarsson – Ferðamálafélag Austur- Skaftafellssýslu
- Kristín Ýr Hrafnkelsdóttir – Ferðamálsamtök Suðurlands
- Ragnhildur Ágústsdóttir – Ferðamálasamtök Suðurlands
Varamenn:
- Katrín Sigurðardóttir – Visit South Iceland ehf
- Ása Valdís Árnadóttir– SASS
- Friðrik Sigurbjörnsson - SASS
- Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir – Ferðamálafélag Austur- Skaftafellssýslu
- Geir Gígja – Ferðamálasamtök Suðurlands
- Halla Rós Arnarsdóttir – Ferðamálasamtök Suðurlands
Skoðunarmenn ársreiknings 2020:
- Laufey Sif Lárusdóttir
- Kristófer Tómasson
Til vara:
- Pétur Viðar Kristjánsson
- Eydís Indriðadóttir
Fundarstjóri var Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands
Ritari var Ragnhildur Sveinbjarnardóttir, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands