Viðburðadagatal á South.is
Viðburðardagatal Suðurlands, sem er hýst á vef Markaðsstofu Suðurlands á www.south.is er nú enn aðgengilegra þeim sem ætla að halda viðburð á Suðurlandi. Aðilar geta nú skráð inn viðburð beint inná síðuna með því að smella á þar til gerðan hnapp á viðburðadagatalinu og sett inn upplýsingar um viðburði á ensku og íslensku ásamt mynd.
Mikilvægt er að þeir viðburðir sem skráðir eru á vefinn séu opnir gestum, innlendum og/eða erlendum. Vefstjóri fer yfir innsenda viðburði og staðfestir, svo nokkrir dagar geta liðið frá því viðburður er settur inn þar til hann birtist á vefnum. Aðilar eru hvattir til að nýta sér þennan öfluga miðil til að koma sínum viðburði á framfæri. Hér er hlekkur á skráningu og viðburðadagatalið.