World Travel Market 2016 í London
Markaðsstofa Suðurlands tekur þátt í World Travel Market sem fer fram í London dagana 7. til 9. nóvember. Íslandsstofa skipuleggur þátttöku Íslands á sýningunni.
09.11.2016
Markaðsstofa Suðurlands tekur þátt í World Travel Market sem fer fram í London dagana 7. til 9. nóvember. Íslandsstofa skipuleggur þátttöku Íslands á sýningunni. World Travel Market er ein mikilvægasta ferðasýningin fyrir íslenska ferðaþjónustu og sækja hana yfir 50.000 fagaðilar ár hvert.
Margar rannsóknir eru gerðar á hverju ári í tengslum við þessa sýningu á ferðahegðun Breta og samkvæmt World Travel Market 2016 industry report er Ísland vinsælasti áfangastaður Breta fyrir árið 2017. Þetta eru ánægjulegar fréttir og sýnir enn frekar mikilvægi þess að taka þátt í viðburði sem þessum.