Frá VestNorden 2015
Markaðsstofan tók þátt í Vest Norden Travel Mart 2015 sem fram fór í Færeyjum 22.-23. september.
07.10.2015
Um var að ræða 30. sinn sem sýningin er haldin. Sýningin heppnaðist í alla staði mjög vel þar sem Markaðsstofan átti fjölmarga góða fundi með væntanlegum kaupendum. Greinilegur og mikill áhugi er á Suðurlandi sem áfangastað, bæði hjá nýjum og fyrri kaupendum.
Hér má sjá nokkrar myndir frá sýningunni.
Næsta ár verður Vest Norden frá 4.-6. október í Reykjavík.