Fundur með ferðaþjónustuaðilum í sveitarfélaginu Hornafirði
Markaðsstofa Suðurlands býður aðilum í ferðaþjónustu til fundar í Nýheimum mánudaginn 2. mars kl. 15:00-16:30.
25.02.2015
Markaðsstofa Suðurlands býður aðilum í ferðaþjónustu til fundar í Nýheimum mánudaginn 2. mars kl. 15:00-16:30.
Megin efni fundarins er Framtíð ferðaþjónustunnar á Suðurlandi og hlutverk mismunandi aðila í stoðkerfi hennar. Þá mun Markaðsstofan kynna hugmyndir er lúta að stefnumótun Suðurlands sem áfangastaðar sem og endurskoðaða stefnu sína, gjaldskrá og fleira. Í lok fundar eru almennar umræður.
Hvetjum við sem flesta sem eru í ferðaþjónustu á svæðinu, hvort sem þeir eru aðilar að Markaðsstofunni eða ekki, að mæta og taka þátt í umræðunni.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!