Fundur með samstarfshópi ferðamála
Markaðsstofa Suðurlands hélt fund með samstarfshópi ferðamála á Suðurlandi sl. föstudag.
21.12.2015
Markaðsstofa Suðurlands hélt fund með samstarfshópi ferðamála á Suðurlandi í Fjölheimum sl. föstudag.
Að fundinum koma fulltrúar ferðamála hvers svæðis á Suðurlandi og bera saman bækur sínar.
Árið var gert upp ásamt því að samræma áherslur og áskoranir fyrir árið 2016.
Að fundinum komu einnig eigendur Manhattan marketing, en þeir kynntu nálgun sína á markaðsgreiningu fyrir áfangastaðinn Suðurland ásamt því að ræða við fulltrúa svæðanna og fá þeirra sýn m.a. á styrkleika svæðisins. Áætlað er að fyrstu niðurstöður greiningarinnar liggi fyrir í lok febrúar 2016.