Fundur vegna ferðamála í Árborg og Flóahreppi
Á fundi um ferðamál í Árborg og Flóahreppi sem haldinn var á Hótel Selfossi á fimmtudaginn sl. var undirritaður samstarfssamningur á milli Árborgar og Flóahrepps.
02.05.2016
Á fundi um ferðamál í Árborg og Flóahreppi sem haldinn var á Hótel Selfossi á fimmtudaginn sl. var undirritaður samstarfssamningur á milli Árborgar og Flóahrepps.
Samstarfið felst í sameiginlegri kynningu á svæðunum þar sem upplýsingamiðstöð Árborgar mun kynna svæðið sem heild.
Upplýsingamiðstöð Árborgar hefur nú gefið út glæsilegan bækling þar sem þessi tvö sveitarfélög kynna sín fyrirtæki og þjónustu.
Markaðsstofa Suðurlands var með erindi á þessum fundi og fjallaði erindið um mikilvægi samstarfs í ferðaþjónustu.